Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 16
12
Árni Magnússon assessor
Skírnir
Norvegiœ regum (le stemmate Haraldi pulchricomi, þ. e.
tímatal síðustu Noregskonunga af kyni Haralds liárfagra.
Þótt ritgerðin beri latneskt heiti, er hún samin á íslenzku
á Islandi „í febrúar 1710“. Ritgerð þessi hefur hirzt á
prenti.
Eitt hið heillegasta, sem eftir Árna liggur, er ævisaga
Sæmundar fróða á latínu (Vita Sœmundi). Hún birtist í
Sæmundar-Eddu-útgáfunni frá 1787. Frumrit Árna er í
AM 1029, 4to. Hér gengur Árni m. a. af þeirri kenningu
dauðri, að Sæmundur fróði liafi ort Eddukvæðin eða safn-
að þeim.
Á æskuárum þýddi Árni Islendingabók á latínu og gerði
við hana skýringar og alhugasemdir. Auk þess er til eftir
hann í handriti yfirlit um ævi Ara fróða.
Auk þess, sem hér hefir verið til tínt, eru til í handrit-
uin margs konar athuganir Árna um mannfræði, kirkju-
sögu, ævi einstakra manna (Jón Arason, Þormóður Torfa-
son), ættfræði, bókmenntasögu, bókfræði, liandritarann-
sóknir, t. d. málfræðiathuganir, athugasemdir um rithátt
og stafagerð o. s. frv., staðalýsingar, að ógleymdum upp-
skriftum hans sjálfs og þeim, sem gerðar voru undir hans
handleiðslu og ýmsu fleira.
Af öðrum ritum Árna, sem ekki verða talin til vísinda,
má nefna bækling hans um galdramálin í Tisted á Jót-
landi, útgefinn 1699, en hann ber hjátrúar- og hleypi-
dómalevsi hans fagurt vitni.
Af því, sem nú hefir sagt verið, má Ijóst vera, að Árni
Magnússon hefir verið hinn mesti eljuniaður, mér liggur
við að segja hamlileypa til starfa. Þótt ekki væri nema
handrita- og bókasöfnunin ein, mundi slíkt endast honum
til langlífis. En umfangsmikil embættisstörf, alls konar
snatt fyrir vini, bréfaskriftir og margt fleira hafa drjúg-
um tekið tíma hans. Allt um þetta má það þykja með fá-
dæmum undarlegt, að slíkur elju- og afkastamaður skuli
á langri prófessorstíð sinni vart liafa flutt nokkurn fræði-