Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 178
166
Einar 01. Sveinsson
Skírnir
línis gaman að fylgjast með röksemdaleiðslu hans, hinum ströngu visinda-
legu aðferðum, sem hann hefur í hók sinni. Hann athugar vandlega,
hvað með mælir, en aS jafnaSi einnig hitt, sem á móti mælir, og þó ber
við, að ég hefði kosið, að hann hefði gert það nákvæmar, einkum í síðara
kaflanum.
Eins og ég gat um, mun ég ekki fjölyrða um þennan þátt ritsins, en
þó eru tvö atriði, sem ég get ekki stillt mig um að drepa á. Annað er þetta.
Snorri segir í Ynglingasögu skýrum orðum um orustuna á Vænisísi: „Frá
þessi orustu er langt sagt í Skjöldungasögu", og virðist mér tilraun dokt-
orsefnis til að drepa þessu á dreif sýna allt of mikla „intransigeance",
of mikinn ósveigjanleik. Snorri þekkir einfaldlega söguna í einhverri þeirri
mynd, að langt er sagt frá orustunni. Hvað veldur hinni stuttu frásögn
Arngríms, er svo annað mál, ef til vill mannleg ósamkvæmni hans, ef
til vill verk einhvers miðaldaskrifara. Um ósamkvæmni mennskra manna
er það að segja, að manninum er ekki eðlilegt að fara eftir snúru, þó að
það geti lærzt. Hefur doktorsefrd hvergi rekizt á ósamkvæmni í ritum
gamalla kennara?
Annað skal rétt drepið á, þó að ekki sé tími til málalenginga. Það er
um Sögubrot. Doktorsefni telur það lengdan texta miðað við frumtexta
sögunnar. Sem aldursmerki nefnir hann hroðalegar og ruddalegar lýs-
ingar á sárum manna, einkum Starkaðar. En þess má geta, að hæði í
Víkarshálki og víða hjá Saxa er getið um hroðaleg sár hans, svo að um
það hafa gengið fornar sagnir. önnur aldursröksemd doktorsefnis er turni-
ment og annar riddaraskapur, og er vitanlega miklu auðveldari skýring,
að það sé unglegt, heldur en að það sé eins konar „préromantisme" eins
og ég hafði löngum hugsað mér.
Ég hverf nú að hinum síðara meginkafla bókarinnar. Rétt er um leið
að rifja upp. Höfundur telur þýðingu Arngríms gefa góða hugmynd um
frumritið, og felli Amgrímur fátt eitt niður. Doktorsefni er ljóst, að efni
ræður, hvort frásagnir eru dálítið rækilegar, eins og af Hrólfi kraka, eða
beinaberar, ef til vill ættartölur tómar, eins og er að mestu leyti um hina
fyrstu konunga. Ekki telur hann, að Arngrimur hafi að marki fellt niður
yfirnáttúrleg eða ævintýraleg efni, sem gengu í sögnum í fyrndinni um
eitt og annað, heldur hafi höfundur Skjöldungasögu gert það sjálfur; hann
hafi fylgt þeirri stefnu vitandi vits. Þetta er mikilvægt atriði. Doktorsefni
nefnir þetta skynsemisstefnu, sem vel má gera, og greinir hana frá vis-
indastefnu, þar sem sagnfræðikröfurnar eru miklu strangari. Kem ég að
því máli siðar.
Kaflinn „Efniskönnun" byrjar á umræðu um aldur sögunnar. Höfund-
ur gagnrýnir fræðimenn, þar á meðal undirritaðan, sem hafa orðað ógæti-
lega, að sagan sé frá upphafi 13. aldar, en eins og hann segir réttilega,
gefur afstaðan til rita Snorra ekki annað en terminus ante quem um 1220.
En doktorsefni verður í rauninni svipað á, þegar hann setur terminus
post quem 1180 vegna Fyrstu málfræðiritgerðarinnar; gætilegra hefði ver-