Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 82
78
Símon Jóh. Ágústsson
Skírnir
Mark Twain, Gulleyjuna eftir Stevenson, Dýrheima o. fl. eft-
ir Kipling, Vesalingana eftir V. Hugo. — Af sígildum íslenzk-
um bókmenntum við hæfi barna og unglinga má m. a. nefna:
Þjóðsögur og ævintýri, Islendingasögur og önnur fornrit.
tJrval úr báðum þessum ritaflokkum við hæfi bama og ung-
linga skortir tilfinnanlega. Grasaferð Jónasar, Pilt og stúlku
og Mann og konu eftir Jón Thoroddsen, Eirík Hansson,
Brasilíufarana og ýmislegt fleira eftir Jóhann Magnús
Bjarnason, Dýrasögur Þorsteins Erlingssonar og svo barna-
bókahöfundana Jón Sveinsson, Sigurbjörn Sveinsson, séra
Friðrik Friðriksson o. fl. Auk þess em auðvitað fjölmargir
kaflar og sögur í ritum eftir eldri höfunda, sem börn og ung-
lingar geta notið. Núlifandi íslenzka barnabókahöfunda geri
ég ekki hér að umtalsefni. Rit þeirra em mjög misjöfn að
gæðum, en ýmis þeirra þó góð eða frambærileg.
Sumum kann að finnast ýmsar hinna sígildu bama- og
unglingabóka vera fmmstæðar og sumar þeirra fjalla of mik-
ið um bardaga og styrjaldir. En þær ljóma af ósvikinni frá-
sagnargleði, eru auðugar af dramatík og rómantík og litrík-
um og minnisstæðum mannlýsingum. Þrátt fyrir allt er kjami
þeirra frásagnir af mönnum, en ekki hryðjuverkum.1) Þess
vegna fá þær ávallt hljómgrunn í barnssálinni. Þær hafa
flestar um margar kynslóðir átt þátt í því að móta hugsjónir
óteljandi barna, verið þeim siðferðilegar fyrirmyndir, auðgað
og fágað tilfinningalíf þeirra, lyft hugarflugi þeirra og svalað
ævintýraþrá þeirra. Sakir alls þessa er eðlilegt, að þær, ásamt
lestrarbókunum, myndi kjarnann í bókmenntalegu uppeldi
barna og unglinga, auk hinna beztu bamabóka samtíðarinnar.
í samanburði við hinar sígildu bækur, sem hér hafa verið
nefnd nokkur dæmi um, er allur obbinn af bamabókum bleik-
ur og bragðlaus. Margar þeirra eru reyndar góðar í þeirri
merkingu, að þær hafa hvorki bein vond áhrif siðgæðislega
né spilla beint bókmenntasmekk, en þær skortir hinn hreina
tón, hinn dramatíska kraft. Vissulega semja samtíðarmenn
okkar margar góðar barnabækur, en þær em tiltölulega mjög
fáar í hlutfalli við þann aragrúa, sem út kemur. Bæði þýð-
!) [7] sjá bls. 377—378.