Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 51
Skírnir
Um Finnbogarímu færeysku
47
mund Brestisson, sem sennilega hefur verið ort eftir munn-
mælum, sem hafa lifað hjá Færeyingum frá fornu fari og
mjög vel kemur heim við Færeyingasögu, sem varð okkur
kunn öldum síðar en kvæðið var ort.
Þá kem ég að Finnhogarímu, sem fljótt á litið virðist ger-
ast í Færeyjum að efni til, og munu þeir, sem þekkja ekki
Finnboga sögu, þeirrar trúar. Skáldið hefur nefnilega látið
fyrri hluta kvæðisins, þar sem Finnbogi á í deilum við Álf
og drepur hann, gerast í Færeyjum, og ástæðan til þess mun
sú, að heimaey Álfs, Sandey úti fyrir Hálogalandi, á sér
nöfnu meðal Færeyja. tJt frá þessu lagfærir hann söguefnið
að færeyskum staðháttum, eins og ég mun síðar leitast við að
rekja nánar.
Hann nefnir til þorpið á Sandey, þar sem hann lætur Álf
hafa aðsetur sitt. Kvæðið hefst á þessari vísu:
1 Skopun býr ein menskur mann,
Álvur bóndi eitur hann.
Nú kem ég að tilefninu til þess, að ég hef ráðizt í að at-
huga þetta kvæði og uppruna þess. Það er að miklu leyti af
persónulegum ástæðum, því að ég er alinn upp í Skopun í
Sandey og hef oft í bamæsku heyrt frásagnir af Álfi bónda,
sem réðst á gest sinn Finnboga og hlaut fyrir það verðskuld-
uð laun. Finnbogi kom í veg fyrir árás hans og drap hann.
Skopun, sem liggur á norðaustursíðu Sandeyjar, er ung
byggð. Árið 1833 vom tveir menn, annar frá Hestey og annar
af Sandi í Sandey, hvattir af yfirvöldunum til að setjast að
þar á staðnum. Aðaltilgangurinn var sá, að þeir ættu að hýsa
ferðafólk, sem átti leið um sundið Skopunarfjörð. 1 margar
aldir hafði þar verið óbyggt, og engar sögulegar heimildir
eru fyrir því, hvenær mannabyggð var þar síðast. En meðal
manna hefur alltaf verið vitneskja um, að þar hefði fólk búið
fyrr á öldum, og að þeirri skoðun mun Finnbogaríma, eða
munnmæli sama efnis og kvæðið, hafa stuðlað. Hún stað-
hæfir, að Álfur bóndi hafi átt heima þar.
Um aldamótin fann maður, sem var að pæla jörð, talsvert
af hlöðnu grjóti rétt fyrir norðan Skopun. Þessi staður er