Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 214
202
Ritfregnir
Skirnir
klofa, Hákonarmál Eyvindar, GlælognskviSa, úrval úr Bersöglisvísum,
Geisli, 11 vísur úr Lilju (86.—95. og 99.; þess er þó ekki getið í útgáf-
unni) og allmargar lausavisur. Þessi kveðskapur er þýddur með réttri
stuðlasetningu og undir réttum háttum. 1 inngangi kaflans gerir Hallvard
Mageroy grein fyrir dróttkvæðum og helztu einkennum þeirra. — Það
er annars undarlegt að útgefendur skuli fremur nota skcddedikt en drott-
kvede um dróttkvæði, sem er þó orðið almennt.
Næsti hluti þessa bindis er Islendingabók í þýðingu Hallvards Mager-
oys, sem einnig skrifar inngang og skýringar. Þá koma Jóns saga helga
eftir Gunnlaug munk og Lárentíus saga, lítt styttar, og síðan kaflar úr
Nikulásar sögu erkibiskups. Kjell Venás hefur séð um þennan hluta. Síð-
an koma nokkrir kaflar úr norsku hómilíubókinni, sem 0ystein Froysadal
hefur valið og þýtt. Þá koma valdir þættir úr norskum lögum, sem pró-
fessor Knut Robberstad hefur valið og þýtt flesta. Síðasti hluti bindisins
er svo bréf sem próf. Per Tylden hefur valið úr Diplomatarium Nor-
vegicum.
Bréfin sýna skemmtilega mynd samtimans. Tvö vitni að festum í
Björgvin 1341 votta að stúlkan hafi verið jafn-áköf og pilturinn að heit-
bindast, og að lokinni athöfn hafi hann kysst hana; konungurinn lýsir
því yfir 1297 að allir pilagrimar til Ólafs helga í Niðarósi skuli frið-
helgir, þótt vopnabúnaður þeirra geri þá likari hermönnum en pilagrím-
um; Hákon Björgvinjarbiskup biður starfsbróður sinn í Ósló 1338 að lána
sér hest „som er slik at vi kan ri pa han“, því að Björgvinjarbiskup virð-
ist hafa verið fótfúinn; sami biskup kveðst tveim árum siðar ekki geta
hjálpað Óslóarbiskupi um vín, því að kórsbræður séu gersamlega vínlausir
og hvítt Rínarvín sé svo geysilega dýrt. Fleiri fróðleg bréf eru þarna.
f útgáfu sem þessari verður jafnan að hafa vakandi auga á hverju því
er almennum lesanda má verða til hægðarauka og gagns. Þess vegna
sakna eg þess að ekki skuli vera lykilorð efst á hverri síðu, sem segir úr
hvaða riti og hvaða kafla efni síðunnar er. Slíkt hefði að sjálfsögðu verið
þarflaust, ef aðeins væri ein saga eða eitt rit i hverju bindi. En í þeim
öllum er fleira en eitt rit. Sérstaklega er þetta bágalegt í I. og VI. bd.,
þar sem efni er tínt til úr ýmsum áttum.
Frágangur prentsmiðju á útgáfunni er látlaus og snotur — nema band-
ið er ekki þesslegt að það þoli lengi án þess að velkjast og verða ljótt,
og kann það þó að vera slitsterkt. Pappír er ágætur. Roar Ydse hefur
gert káputeikningar og sýnir m. a. bogmann á IV. bd. (Konunga sögum),
hrosshaus á níðstöng á III. bd. (Egils sögu) og karl og konu á II. bd.
(Njálu og Gunnlaugs sögu, konan meira að segja með brjóstahöld!). —
Er auðséð að útgefendur og forlag hafa viljað gera útgáfuna sem bezt
úr garði — og það hefur tekizt, þrátt fyrir nokkra minni háttar agnúa
sem hér hefur verið bent á. Aðilar eiga heiður skilinn fyrir þetta fram-
tak sitt.