Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 26
22
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
sýn veðrabrigði í handritamálinu, svo sem síðar verður get-
ið, og virtist þá ekki ástæða að kjósa mann í hans stað.
Handritaútgáfunefnd lagði til grundvallar þau sjónarmið,
sem lýst var í bréfunum 29. marz 1954 og 3. des. 1954, svo og
bréfum, sem hún skrifaði menntamálaráðherra síðar. Fyrsta
ritið, sem hún gaf út, var ljósprentun beggja aðalhandrita
fslendingabókar, ÁM 113a og 113b fol., sem birtist í Reykja-
vík með inngangi eftir próf. Jón Jóhannesson árið 1956. Jafn-
framt sendi nefndin út auglýsingabréf um aðrar fyrirætlanir
sínar: Ijósprentun handrita, og eru fimm talin upp, vísinda-
lega útgáfu Skarðsárbókar af Landnámu eftir handritum; út-
gáfu rímnasafns, sem tæki við af Rímnasafni Finns Jónssonar,
og safni riddarasagna. Efni þessarar auglýsingar birtist líka
í blöðum, svo og annar fróðleikur, sem fram kom á blaða-
mannafundi 21. nóv. 1956. Auglýsingin var send út til ýmissa
stofnana erlendis. Árið 1958 birtist Skarðsárbók, og sá dr.
Jakob Benediktsson um hana, en 1960 I. bindi af Riddarasög-
um, Dínus saga drambláta, og annaðist Jónas Kristjánsosn
cand. mag. það verk. Frá hans hendi er og í prentun II. bindi
sama safnrits, Viktors saga og Blávus. Eru hér notuð öll hand-
rit, sem ætla má, að nokkurt gildi hafi. tJtgáfa rímnasafnsins
tafðist vegna veikinda dr. Bjarnar K. Þórólfssonar, sem ráð-
inn hafði verið til ritstjórnar þess, en allmikið hefur verið
skrifað upp úr handritum, og er það tiltækt, hvenær sem er.
Loks var um áramótin 1960—61 ráðin útgáfa bókar með sýnis-
hornum allra íslenzkra handrita fram að 1280, þannig að ætl-
azt er síðar til framhalds. Tillaga um útgáfu þessa rits kom
frá Háskólaráði, og var til þess ætlazt, að það væri tengt við
afmæli Háskóla Islands 1961. Prófessor Hreinn Benediktsson
sér um rit þetta, og hefur hann unnið nokkuð að því, en nú
í haust tafizt vegna þess, að hann hefur kennt við Wiscónsin-
háskóla í Bandaríkjunum.
Á árinu 1959 gerði Hándritaútgáfunefnd samning við
Menningarsjóð, að hann annaðist sölu bókanna. Um fjármál
nefndarinnar verður rætt síðar.
Snemma árs 1961 þótti von til, að náð mundi áfanga í
handritamálinu og ef til vill mætti sjá fyrir enda þess, og var