Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 55
Skírnir
Um Finnbogarímu færeysku
51
vélum: „Hann hafði einn tygilkníf á hálsi sér, er móðir hans
hafði gefit honum. . . . Ok einn tíma, er þeir váru niðri háð-
ir, þá tekr hann annarri hendi knífinn, en annarri tekr hann
saman skinnit undir hæginum, stingr nú knífinum fyrir
framan, slíkt er hann má taka, lætr síðan hlaupa aptr skinnit
yfir benina; blæðir þá inn, ok mæðir dýrit skjótt. Ok svá verðr
með öllu umfangi þeira, at Finnbogi deyðir hjörninn. Leikr
hann þá á svá marga vega sem maðr má framast ok á flesta
vega á sundi leika.“ Finnbogi er nú tekinn í sátt og er boðið
að koma í Álfs stað.
Nú er mál að snúa að færeyska kvæðinu, sem í Corpus
Carminum Faeroensium er til í sjö tilbrigðum eða útgáfum
nokkuð ólíkum. Þeim má skipta í tvennt eftir þeim hætti,
sem þær láta fundum Finnboga og Álfs bera saman. Finn-
bogi á heima í Sikilsoy, eins og það stendur í summn gerð-
um, aðrar hafa Siglisoy eða Siguloy. Þetta gæti virzt torskil-
ið, að færeysk ey er látin heita Sikiley. Ég bað aldraða konu
í Skopun að segja mér það, sem hún vissi af Álfi og Finn-
boga. Hún kvaðst ekki kunna kvæðið, en sagði mér sögu, sem
vel kemur heim við gerð kvæðisins, sem er skráð í Sandey.
Hún sagði, að Finnbogi byggi í Nólsey. Og eitt sinn, þegar
ég kom til íslands eftir jólafríið, var ég samferða hálfníræðri
konu frá Nólsey, mjög fróðri. Ég spurði hana, hvort hún vissi
nokkuð um, að Nólsey hefði í skáldskap verið kölluð Sikiley
eða eitthvað þvíumlíkt. Hún fór þá með visu úr níðkvæði eftir
nafngreindan mann, sem var uppi á síðari hluta 19. aldar:
Krákan kom av Norðlondum,
von var á at líta,
settist suður á Sigilsoy
torvheiðar at býta.
Sigilsoy í þessari vísu er Nólsey, svo að það leikur enginn
vafi á því, að Nólsey í gömlum kveðskap hefur haft auknefn-
ið Sikiley, en hver ástæðan er til þess, mun ekki auðráðið.
í nokkrum gerðum kvæðisins er Álfur, sem er ferjumaður
og skattheimtumaður jarls, látinn bregða sér norSur um f jörS,
og þar er átt við Skopunarfjörð, sundið milli Sandeyjar og