Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 47
Skírnir
Um refsingar
43
svo sem skólareglna, þótt rangt sé að álykta, að menn hlýði
lögum eða reglum alltaf af ótta. Menn geta borið virðingu
fyrir lögum og eins fyrir reglum skóla síns. — En svo lengi
sem óttinn einn kemur í veg fyrir, að maður brjóti lög, hef-
ur sökudólgurinn ekki verið siSbœttur.
Hegel telur að sögn MacTaggarts, að iðrun hjálpi mönnum
til að bæta ráð sitt og að refsingar geti ýtt undir iðrunina og
þannig hjálpað við að bæta manninn.
En það er ekki sársaukinn sjálfur, sem getur talizt orsök
iðrunar. Maður fyllist ekki endilega iðrun, þótt hundur bíti
hann. Hvaða skilyrðum þarf þá að vera fullnægt til þess, að
sársauki geti stuðlað að iðrun? Þótt það sé innskot, vil ég
minna á, að ég tel ekki refsingu ætíð sársaukafulla, þótt Ma-
Taggart virðist eigna Hegel þá skoðun. —
Það er ekki erfitt að sjá, að refsing getur því aðeins leitt
til iðrunar, að sá, sem fyrir henni verður, álíti refsandann
hafa rétt til að refsa sér og hann telji sér réttlátlega refsað,
því að ef hann lítur á dómara sína og böðla sem siðlausa
menn, sem engan rétt hafi til að hegna sér, þá mun hann
telja sig órétti beittan og mun því ekki iðrast. Ef hann í slík-
um aðstæðum breytir hegðun sinni, getur það ekki stafað
af því, að hann iðrist afbrots síns.
En merkir þetta þá ekki, að maðurinn verði þegar að hafa
gott siðferði, til þess að hann iðrist, og að hvaða leyti bætir
þá iðrunin siðferðið? Rétt er það, að hann verður að geta séð
verk sitt sem afbrot. Á hinn bóginn kann að vera, að vilji
hans hafi verið of veikur til að standast freistinguna að gera
það, sem hann veit, að er rangt. Við slíkar aðstæður getur
refsingin styrkt iðrunartilfinninguna, gert hana eftirminni-
legri og á þennan hátt eflt siðgæðisstyrk mannsins.
Hér er annað dæmi um það, hvernig refsing getur hjálpað
manninum að bæta siðgæði sitt. — Menn aðhyllast oft ein-
hverja siðareglu, en láist að breyta eftir henni í eigin lífi.
Ekki vegna þess, að þeir hafi ekki til þess viljastyrk, heldur
af þeirri sök einni, að þeir eru blekktir sjálfir, þeir sjá suma
breytni í röngu ljósi. — MacTaggart tekur sem dæmi, að
ýmsir fordæmdu lengi morð, en töldu einvígi réttlætanleg.