Skírnir - 01.01.1963, Síða 131
Skírnir
Um veiðiskap og aflabrögð i Hornafirði
119
Hvaða þátt sundmaginn kann að eiga í þessu undarlega
fyrirbrigði, er ekki fullljóst, en ekki er ólíklegt að aukin loft-
myndun í sundmaganum geti átt þátt í því, að fiskurinn
flýtur upp, hvað sem þeirri auknu loftmyndun kynni að
valda í því tilviki, sem hér um ræðir. Um hlutverk sundmag-
ans í fiskum segir Bjarni Sæmundsson (Fiskarnir, bls. 59):
„f öðrum fiskum [en lungnafiskum] er sundmaginn aðeins
jafnvægistæki, til þess að tempra flotkraft fisksins, gera hann
þyngri eða léttari á sundinu . . . með því að fiskurinn fyllir
hann af lofti (köfnunarefni o. fl.) ... Þessu lofti geta fisk-
arnir stundum [sic] hleypt út um mjóa pípu, sem opnast
út í kokið . . .“.
Mér er ókunnugt um það, hvemig þorskurinn þolir sand
í tálknin, og ekki hefi ég heldur séð neitt um það ritað. Um
það leyti árs, sem hér um ræðir, miðjan vetur og fram á út-
mánuði, er framburður jökulvatnanna af leir og sandi í
fjarðarvatnið líka með minnsta móti, þó að þess gæti raunar
allan ársins hring. Einnig er jökulmorið að sjálfsögðu minnst
yzt í firðinum og því minna sem nær dregur ósnum, en eins
og áður er getið, byrjar fiskurinn að fljóta upp utarlega í
firðinum.
Nokkuð af fiski drapst í firðinum. Fannst hann dauður
eftir hlaupin, fjaraður uppi á eyrum og í fjöruborði eyja og
hólma, rekinn á fjömr og einnig rak hann dauðan út fjörð
með útfalli. Ýmsir töldu, að þessi fiskur hefði hætt sér of
langt inn í fjörð, jafnvel alla leið inn á svonefndan geirn
(fjarðargeim), en þar er víða gmnnt vatn og jökulmorið því
meira sem nær dregur ósum eða útföllum jökulvatna þeirra,
sem í fjörðinn falla.
Margt kemur til, sem orðið getur fiskinum að aldurtila i
firðinum, og verður ekki um það allt rætt hér, en snögg um-
skipti á „andrúmslofti“ hljóta það að vera að koma beint
úr tæmm úthafssjónum í vatn, sem er svo þykkt af leir, að
ekki sést til botns á um eins fets dýpi, eins og oft er, að
minnsta kosti á innanverðum firðinum (geimnum). Og ekki
er það með ólíkindum, að fiskinum verði „ómótt“ fyrr en
komið er í nær óblandað jökulvatn, hvort sem það kann að