Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 205
Skírnir Ritfregnir 193
örlögum þess, er bar, en hirði ekki að rökstyðja það nánara en ég hefi
áður gert.
Þá er Völundarkviðu sleppir, tekur við mikil og merkileg rítgerS um
AtlakviSu. Ber hún hin sömu traustu einkenni og ritgerðin um Völundar-
kviðu. Þar eru rakin þau atriði, sem helzt eru kunn úr sögu jjjóðflutn-
ingatimans og tengd eru atburðum og persónum kviðunnar. Þá er og
skýrt frá öðrum forngermönskum kveðskap, einkum þýzkum, sem af sömu
eða svipaðri rót er runninn. Aðalniðurstaða JH er jtessi: „Straumar menn-
ingarinnar hafa löngum stefnt úr suðri til norðurs. Þá má gera ráð fyrir
að elzta Atlakviða hafi verið ort með Þjóðverjum og mundi þykja líklegt
að það hefði gerzt ekki langt frá þeim slóðum þar sem Borgundar höfðu
setið og endurminningin um þá var líklegust til að geymast bezt. Þaðan
mundi þá þetta kvæði hafa borizt norður eftir og verið snúið til nor-
rænnar tungu. Löngu síðar, þegar bókfell var komið í tízku, var það
skrifað upp, eftir forsögn grænlenzks manns að því er virðist, og hafði
þá varðveitzt í manna minnum öldum saman“ (bls. 127).
Við af þessari ritgerð tekur Atlakviða og skýringar JH á henni. Um
þetta er svipað að segja og Völundarkviðu og skýringar hennar. Báðar
kviðurnar eru torskýrðar og því mikil hætta á, að skýrendur gefi imynd-
unarafli sínu lausan tauminn. En svo er ekki um JH. Hann heldur sinni
raunsæju, getgátusnauðu stefnu sem fyrr. Ég hefi fáar athugasemdir að
gera. 1 4. v. kemur fyrir sambandið silfurgyllt söSulklœSi og segir JH um
silfurgyllt, að orðið sé „einkennileg samsetning, eins og mönnum hafi
gleymzt að gylla er dregið af gulli“ (bls. 143). Þetta er sennilega rétt,
þ. e. merking sagnarinnar gylla hefir samkvæmt því vikkað snsmma, svo
að hún hefir fengið merkinguna „prýða, skreyta" eins og algengt er í
myndhverfum samböndum i nútimamáli (t. d. gylla e-S fyrir sér) og örl-
ar fyrir í fornmáli (sbr. Fritzner). Þó er ekki loku fyrir það skotið, að
silfrgylltr hafi verið haft um mun úr silfri húðaðan gulli („gyllaðan"
mun, eins og silfursmiðir segja nú), en fremur er þetta ósennilegt. Hins
vegar er ég ekki sammála því, sem segir á bls. 168: „ölskálir vínhöfgar
fer litlu betur saman en liðir orðsins silfurgylltur í 4ða er.“ ölskálir
hlýtur að merkja þess konar skálar, sem að jafnaði eru notaðar við öl-
drykkju, á sama hátt og vatnsglas er glas, sem notað er við vatnsdrykkju.
Ekki er neitt óeðlilegra við það, að suðrænir merrn hafi kneyfað vín úr
ölskálum en að Islendingar nútimans drekka mjólk úr vatnsglösum og
víla jafnvel ekki fyrir sér að fá sér brennivínslögg úr Jieim, ef svo býður
við að horfa. ölskálir vínhöfgar er þannig ekki óeðlilegra samband en
vatnsglas fullt af brennivírá.
Aftast í bókinni eru nokkrar málfræðilegar athugasemdir, þarflegar og
raunar nauðsynlegar þeim, sem skilja vilja Eddukvæði og ekki hafa num-
ið slíkan fróðleik fyrr.
Prentvillur hygg ég vera fáar, þótt ég hafi að vísu ekki lesið bókina
13