Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 113
Skírnir
Úr sögu skinnbóka
101
kallað hönd IV, sjá bls. 84 hér á undan), notar t. d. hand fyr-
ir ra, sem líkist w og dregur stundum seinni legginn á n niður
fyrir línu, en hönd I í 62 notar ævinlega ra-band sem líkist
grísku píi (ji) . Enn eru til tvö bréf önnur sem Brynjólfur ríki
kemur við og líklegt má telja að hann hafi skrifað sjálfur (sjá
sama rit nr. 54 og 55 og Ed. Arn. Series A, vol. 7, bls. xxxvm
—xxxix). Höndin á þessum bréfum er um margt nauðalík hönd
I á Reykjarfjarðarbók, og ber hér allt að sama brunni: Reykj-
arfjarðarbók hlýtur að hafa verið skrifuð í nánasta umhverfi
Brynjólfs ríka. Brynjólfur ríki bjó á Syðriökrum í Blöndu-
hlíð og Bjöm sonur hans eftir hann. Dóttir Björns Brynjólfs-
sonar var Sigríður sú sem giftist á Grænlandi Þorsteini Ölafs-
syni, sem síðar varð hirðstjóri (sjá Jón Jóhannesson: Islend-
inga saga II, Reykjavik 1958, bls. 338—354); þeirra dóttir
var Akra-Kristín, er fyrst átti Helga lögmann Guðnason, en
síðar Torfa Arason, hirðstjóra, og bjó langa ævi á ökmm.
Ef Jón Guðinason sá sem við bréfin kemur og hér var áður
nefndur, hefur verið mágur Akra-Kristínar, er skiljanlegt að
hann hafi verið í fylgd með Torfa Arasyni. Hann hefur þá
væntanlega oft komið að Ökmm, og hér enda þá þessar króka-
leiðir í einu uphafi: Hendur á Reykjarfjarðarbók og bréfum
þeim sem Brynjólfur ríki kemur við, skyldleiki texta í henni
og bók sem Brynjólfur hefur sennilegast látið gera, og nafn
Jóns Guðinasonar á spássíu í bókinni þykir mér eindregið
benda til þess að Reykjarfjarðarbók hafi verið skrifuð fyrir
Brynjólf ríka Bjarnarson á Ökmm og hafi enn verið á þeim
bæ í tíð Kristínar Þorsteinsdóttur, og þar hafi Jón Guðinason,
mágur Kristínar, lesið hana svo vel, að til þess var tekið. En
vestur á Barðaströnd hefur bókin getað borizt með mörgu
móti, og engin ástæða er til .að ætla að hún hafi verið skrifuð
þar vestra, enda þótt hún hafi verið þar kringum aldamótin
1600. Mjög oft hafa bækur gengið að erfðum, en stundum
gengu þær líka kaupum og sölum, og dæmi eru þess, að eig-
endur handrita hafa gefið þau vandalausum.
Mér hefur ekki tekizt að finna nein bein tengsl milli for-
feðra Gísla Jónssonar í Reykjarfirði og afkomenda Brynjólfs
ríka. Hins vegar má benda á sem hugsanlega leið, að Reykjar-