Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 183
Skírnir
Skjöldungasaga
171
þó að á latínu sé, er ættartala hinna fyrstu Germana, það er hinn goð-
borni Tuisto, hans son Mannus, hans synir voru þrír og af þeirra nöfnum
eru kallaðir Ingvaeones, er næstir eru hafinu, Herminones þar suður af
og Istvaeones hinir allir. Svo segir Tacitus (Germania, 2. kap.). Það er
vandalaust að finna bæði orðaskýringar og þvílikar nafnhetjur sem for-
feður ætta eða þjóða hjá Jordanes og víðar í heimildum um Germana.
En var þetta ekki til með flestum þjóðum? Ég les um hvorttveggja, al-
þýðlegar orðaskýringar og nafnhetjur (nöfnin dregin af ætt eða stað)
i ritum írskra fræðimanna um hina elztu sögulega og um forsögulega
tíma, sama er að segja um Biblíuna o. s. frv. Hefur þetta ekki verið til
nálega hvar sem er fyrr á öldum? Og þessi venja, gat hún ekki vakið
upp ný og ný nöfn eins og sum tröllanöfn i Bárðar sögu Snæfellsáss?
Næsti kafli nefnist Einkenni og fjallar hæði um verk og höfund, eins
og ætla má, og verður að ræða nokkru nánar um hann. Þar koma fram
veigamikil og vel túlkuð atriði í verkinu, en einnig er þar sumt, sem virð-
ist þurfa endurskoðunar við.
Kaflinn hefst á útlistun frásagnar Skjöldungasögu (texta Arngríms), af
því, þegar Starkaður gamli vegur Ála hinn frækna. Vel er sýnt, hvílik
harmsaga þetta er, eins og hetjusögur og hetjukvæði Norðurlandabúa og
Germana eru mjög oft. Höfundur fjallar um siðferðisskoðanir sagnarinnar.
Siðan er minnzt á önnur sögueíni í Skjöldungasögu, svo sem víkingasagna-
efni; enn fremur það atriði, að litið ber á yfirnáttúrlegum efnum, og eign-
ar doktorsefni það stefnu höfundarins. Verður varla hjá þeirri skoðun kom-
izt, og er það meginatriði; með þessu fær sagan í höndum höfundar ákveð-
ið mót, hversu ólíkar sem heimildiraar eru, en vitanlega ráða þær því
á hinn bóginn að miklu leyti, hve rækileg og atriðamörg er frásögnin
um hvera sérstakan kóng.
Ég skal geta þess hér, að síðar í þessum sama kafla (241—42) minnist
doktorsefni lítillega á mannlýsingar Skjöldungasögu. Ef til vill má gera
við það örlitla athugasemd. Skjöldungasaga fer mest eftir munnlegum
heimildum, sögnum og kvæðum. 1 munnlegum sögnum drottna með
nokkru móti hin alkunnu frásagnarlögmál Olriks, þó að slíkar hetjusögur
standi oft á hærra stigi en þjóðsögur að mannlýsingum. Á enn miklu
hærra stigi geta sum hetjukvæði staðið að þessu leyti, og skal ég þar rétt
nefna meistaraverkið Sigurðarkviðu skömmu, sem eðlilegt er að hugsa sér
orta á dögum söguritarans, þótt slíkt verði naumlega sannað. Samkvæmt
skoðun doktorsefnis, sem er óefað rétt, er Skjöldungasaga til orðin við
geysilega styttingu söguefnanna, og við það kemur alveg eðlilega fram
sú tegundarbundna og stuttaralega mannlýsing, sem drottnar í Skjöld-
ungasögu. Hér þarf ekki að leita í „almennan stíl söguritara á miðöldum",
eins og doktorsefni virðist vilja gera. Það sem höfundur sögunnar hefði
helzt þekkt af því tagi, eru vitanlega helgisögur, sem hafa á sína vísu
oft vandlega gerðar (eða eins og menn mundu nú segja: vandlega „upp
byggðar") mannlýsingar, en þar bregzt ekki eitt andartak óhóflegur pré-