Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 42
38
Páll S. Árdal
Skímir
sem þjáist, hefur framið eitthvert illt verk. „Þetta er mátu-
legt á hann,“ segja menn gjarnan, „það var svei mér gott á
hann að fá að hírast í steininum í nokkrar nætur.“ Og takið
eftir því, að við segjum „gott á hann“, en af því leiðir ekki
endilega, að þetta sé gott fyrir nokkurn mann.
2) Auðvitað gera gjaldstefnumenn sér fulla grein fyrir þvi,
að refsingar geta haft ýmiss konar góðar afleiðingar. Samt
sem áður verður sök þess, sem hegnt er, að teljast eina rétt-
læting þeirra. Ef maður er sekur, verðskuldar hann refsingu,
og þá ber að refsa honum.
Hvernig mundi okkur takast að réttlæta samkvæmt þessari
skoðun þær refsingar, sem menn eru látnir sæta að lögum?
Dómsvaldinu í landinu ber skylda til að láta seka sæta refs-
ingu. En hverjir eru sekir? f hverju felst sú sekt, sem dóms-
valdinu er skylt að refsa mönnum fyrir?
Við þurfum ekki að hugsa okkur lengi um til þess að sjá,
að orðið sekt getur hér ekki merkt „siðferðilegt afbrot“. Ýmsa
þá hluti, sem við teljum siðferðilega ranga, mundum við tæp-
ast vilja láta dómsvaldið í landinu refsa mönnum fyrir.
Vanþakklæti er til dæmis talið siðferðilega rangt, en ekki
er það að jafnaði lögbrot. Fæstir mundu líka telja æskilegt
að setja lög gegn slíkri breytni. Sama máli gegnir til dæmis
um óskírlífi. Margir þeir, sem telja það rangt, mundu vera
á móti því, að slíkt athæfi yrði gert ólöglegt. Löghrot er eitt,
siðferðilegt afbrot annað. Og það eru ýmsar ástæður fyrir því,
að mjög óheppilegt væri, að ríkisvaldinu væru þær skyldur á
herðar lagðar að hegna mönnum fyrir siðferðileg afbrot, gera
siðferðilega sök manns mælikvarða á það, hvort honum skuli
refsað og hve þung hegningin skuli vera. Það mætti t. d.
benda á, að mjög er oft erfitt að meta, hve mikil siðferðileg
sök manns er. Verknaðurinn sjálfur kann að vera hinn sami
séður að utan, en siðferðigildið fer svo mjög eftir hugarfari
þess, sem vérknaðinn fremur, að ekki er auðvelt að festa á
því hendur. Það væri því erfitt að framfylgja lögum, ef þau
væru sett gegn hugarfari frekar en verkum.
Svo ber einnig að gæta þess, að lög eru til þess ætluð að
vemda þá, sem þeim hlýðnast, fyrir illum afleiðingum lög-