Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 24
20
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
Um fyrri viðbótina tekur alþingismaðurinn fram eftirfarandi:
„Nefndin hefur aðeins gert þá breytingu við þessa tillögu,
að hún gerir ráð fyrir, að reist verði bygging yfir handritin
eða þeim verði búið húsnæði á annan hátt, þar sem tryggð
verði örugg geymsla þeirra og góð starfsskilyrði. Þetta gæti
vel borið þannig að, að ekki ynnist tími til á sama tíma og
handritin bærust okkur í hendur að reisa byggingu yfir þau,
og þá er sjálfsagt að búa þeim það húsnæði, þá geymslu og
varðveizlu, sem öruggt mætti teljast.11
Næst gerist það tíðinda, haustið 1951, að Kristjáni Eldjám
þjóðminjaverði berst í pósti bréf, sem í vom eitt hundrað
krónur, og fylgdu þau orð, að þetta ætti að vera fyrsti vísir
að söfnun fjár til handritahúss. Sendandi gaf sig fram síðar,
og var hann Björn Guðmundsson frá Indriðastöðum. Þjóð-
minjavörður setti smágrein í blað, þar sem hann gat um þessa
sendingu. Þetta hafði þegar þau áhrif, að honum bárust tölu-
verðar gjafir, stórar og smáar; alls munu þetta hafa verið
um 20 þúsund kr. Þá var Páll Ásgeir Tryggvason, nú sendi-
ráðunautur í Kaupmannahöfn,1) formaður Stúdentafélags
Reykjavíkur, og greip hann við hugmyndinni og mælti með
henni í ræðu og riti. Var sett á stofn söfnunarnefnd, sem
hann var formaður fyrir. Um starf annarra manna er mér
miður kunnugt, en að sjálfsögðu komu þarna miklu fleiri
menn við sögu. Safnaðist töluvert fé, og er það nú í vörzlu
próf. Péturs Sigurðssonar háskólaritara, og segir hann mér,
að það sé nú rúmlega hálf milljón króna.
Árið 1951 kom út álit nefndar þeirrar, er skipuð var af
Danastjórn til að athuga handritamálið, og 1954 birti Poli-
tiken bráðabirgðatillögur um lausn þess, og stóð danska stjóm-
in að þeim; voru þær ætlaðar til að þreifa fyrir sér um mál-
ið við íslenzka ráðamenn, en ekki til birtingar að svo stöddu.
Þessum tillögum var hafnað af Islendingum. Þá skrifuðu þeir
prófessorarnir Ólafur Lárusson og Einar Ól. Sveinsson Bjama
Benediktssyni menntamálaráðherra bréf 29. marz. Gerðu þeir
þar nokkurt yfirlit um útgáfur íslenzkra fornrita og rita frá
síðari tímum bæði hér á landi og annarstaðar, og gerðu einn-
!) Skipaður sendiráðunautur í Stokkhólmi sumarið 1963.