Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 121
Skirnir
Um veiðiskap og aflabrögð í Hornafirði
109
ekkert fram um veiðiaðferðir þar, en segja, að hann sé borð-
aður nýr. Þeir taka fram, að hvergi á landinu sé kolaveiði
stunduð á sama hátt og í Homafirði og Lóni. Kolinn sé hert-
ur og eti Homfirðingar og Lónsmenn hann „í harðfisks stað“
á vetmm, eins og þar er tekið til orða.1) Aðeins lauslega er
drepið á veiðiaðferðina, en af lýsingu þeirra á henni og nýt-
ingu aflans má þó sjá, að þetta hefur í þá daga verið líkt því,
sem gerðist til skamms tíma og ekki er alveg horfið enn.
Þorvaldur Thoroddsen minnist á lúmveiðar í Ferðabókinni.
Nefnir hann, að lúra sé veidd í Álftafirði (S.-Múl.), Lóni og
Hornafirði. Hann tilfærir grein úr sóknarlýsingu Bjarnaness
1873 eftir séra Berg Jónsson, þar sem lýst er nokkuð veiði-
brögðum eins og þau gerðust á þeim tímum og ber í flestu
saman við frásögn Eggerts og Bjama.2)
Ég hef tæpast heyrt orðið lúra notað í merkingunni ‘koli’
utan Austur-Skaftafellssýslu, en allir kannast við skarkola eða
rauðsprettu (afbökun úr dönsku: radspœtte) og þykir góður
matarfiskur. Lúra er eða var langalgengasta heitið á öllum
tegundum kola í Homafirði og er vafalaust ævafornt í mál-
inu á þeim slóðum.
I uppvexti mínum á öðmm og þriðja tug aldarinnar var
oft mikil lúrugengd í Homafirði og lúraveiðar talsvert stund-
aðar á sumrin af þeim, sem við sjóinn bjuggu, eigendum
veiðivatns og jafnvel þeim, sem lengra áttu að sækja. Veiði-
leyfi fyrir þá, sem ekki áttu veiðirétt, mun tíðast hafa verið
auðfengið við vægu eða engu gjaldi eða e. t. v. hlut.
Einhver helztu veiðisvæðin vora fyrir landi Hafnamess,
Horns, Þinganess og Árnaness. Einnig meðfram fjömnum,
sem umlykja fjörðinn á tvo vegu báðumegin óssins, einkum
þó Suðurfjörum, en þar áttu Borg og Einholt á Mýmm veiði-
vatn, sem mun að nokkru leyti hafa skipzt á milli þeirra með
á Islandi árin 1752—1757. Samin af Eggert Ólafssyni. I. bindi (Reykja-
vík 1943), 247; II. bindi (Reykjavík 1943), 154.
!) Sama rit, II, 152—153.
2) Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók. Skýrslur um rannsóknir á Islandi
1882—1898. III. bindi (Kaupmannahöfn 1914), 212 og nm. — Ath., að í
sóknarlýsingunni eru lesvillur (eða prentvillur): benjaþung fyrir beina-
þung og benjatigilinn fyrir beinatígilinn (þ. e. -tygilinn).