Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 180
168
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
alþekkt trúarleg rit, sem hér voru til þýdd á 12. öld, eru engan veginn
marklaus.
Næsti kafli fjallar um ritaðar heimildir. Þetta er mikill þáttur og
margs gætt, en mjög fátt er unnt að benda á, sem líkur séu til, að höf-
undur hafi sótt efni til. Langmerkasta heimildin er Langfeðgatal Skjöld-
unga, sem til er í mörgum ritum með furðulitlum missögnum. Jón Sig-
urðsson benti fyrstur á, það ég veit, að það væri forn ættartala Oddaverja;
síðan tók ég þá hugmynd upp í ritinu Sagnaritun Oddaverja, en herti á
því, að með stuðningi þessarar ættartölu hefði einhver maður af sömu
ætt eða undir hennar verndarvæng samið Skjöldungasögu. Doktorsefni
fellst á þessar skoðanir. Vitanlega er eitt og annað torvelt í þeirri mynd
ættartölunnar, sem nú er til í ritum, hvað þá, hversu hún er saman sett
í einstökum atriðum. Um þetta mál ritar doktorsefni mikinn og góðan
kafla, svo og um tengsl ættartölunnar við vöxt höfðingjaveldis Oddaverja
og við þann frægðarauka, sem þeim var í því, að Þóra sú, sem Loftur
Sæmundarson kvæntist um 1120, var talin dóttir Magnúsar berfætts; segir
svo í Heimskringlu (Isl. fornr. XXVIII, 395), að á fyrstu dögum kon-
ungdóms Magnúsar Erlingssonar hafði hann og aðrir frændur Jóns tekið
við frændsemi hans, en líklegast hefur því verið á lofti haldið löngu fyrr.
Þá minnist doktorsefni og á aldur ættartölunnar, og er ég þar yfirleitt
sammála; aðeins skal ég henda á, að ég taldi í Sagnaritun Oddaverja ekki
auðvelt að skera úr um afstöðu Langfeðgatals þeirra til ættartölu Ara
fróða, og bendi ég á orð min á bls. 15, þar sem ég læt það laust og bund-
ið, en likumar fyrir því, að Langfeðgatal sé svar við ættartölu Ara, eru
þó allt eins miklar. En tengsl milli þeirra tel ég vitanlega vafalaus. Og
auðsætt er, hvemig höfundur ættartölunnar er að láta hin fomu nöfn
og dýrð þeirra varpa ljóma á þessa höfðingjaætt.
Ekki er vitað annað en Langfeðgatal Skjöldunga sé sett saman eftir
mörgum heimildum, sögnum og kvæðum, en ekki eftir einni heimild eins
og ættartala Ynglinga. Viða hafa sagnimar og kvæðin sagt frá nokkmm
mönnum, sem saman vom tengdir með ýmsu móti; þetta voru eins konar
flekar, sem síðan mátti binda saman. Vissulega hefur þetta verið ærin raun.
Drjúgan kafla skrifar doktorsefni um líkingu sumra danskra konunga-
tala og Langfeðgatals, og virðist mér hann færa mjög sterkar likur að þvi,
að konungaröð Sveins Ákasonar hafi orðið fyrir áhrifum hinnar íslenzku.
Það er mjög merkilegt. Þessi rannsókn er mér því skemmtilegri sem ég
hef lengi haft gmn um þetta og finn það í gömlum fyrirlestmm mínum.
Rétt er að taka fram, að við þessa skoðun blandast engin þjóðemistilfinn-
ing, enda væri hún alveg fánýt um slíkt efni.
Þegar frá er tekið Langfeðgatal, er torvelt, að benda á skráðar heim-
ildir, sem höfundur Skjöldungasögu hafi stuðzt við að efni til. Doktors-
efni telur upp rit, sem kunni að hafa verið til á þeim dögum, en niður-
staðan er að mestu neikvæð: merki rittengsla finnast lítt eða ekki. Áður
var getið um Vöggssögnina, þar em tengsl hugsanleg við Díalóga Gre-