Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 100
92
Ólafur Halldórsson
Skímir
Olafur (bl. 46r; hér standa nokkur orð að auki, sem mér hef-
ur ekki tekizt að lesa. E. t. v. er hér átt við Ólaf kóng Tryggva-
son). A auðu blaðsíðunum sem áður eru nefndar, er ýmislegt
klór; elzt af því er bréfsupphaf: ‘þeim godvm monnvm sem
þetta bref siá edr heyra sennder sira gvdvardr prestr þorkeli
þormodzsyní kvedív gvds ok sína kvnnigt gerandi’. Með dá-
lítið yngri hendi (líklega frá síðasta fjórðungi 15. aldar) er
skrifað: ‘Þorvardur skrifar illa’, og með mjög svipaðri hendi
þessi ófagra athugasemd, sem að nokkru er skafin út: ‘halur
er erulaus þiofs haus’ (þ. e. Hallur er ærulaus þjófshaus).
Ennfremur standa hér nöfnin Hallur og Helgi. Þessi nöfn:
Einar, Ólafur, Þorvarður, Hallur og Helgi eru ofalgeng til
þess að af þeim verði ráðið við hvaða menn sé átt, einkum
þar sem föðumafns er ekki getið. Hins vegar hefur Guðvarður
verið svo fátítt nafn, að enginn maður sem svo hefur heitið,
er nefndur í heimildum frá 16. öld eða fyrr, en í norðlenzk-
um bréfum er þó getið um Eyjólf og Þorvarð Guðvarðarsyni
og Þómýju Guðvarðardóttur á níunda tug 14. aldar, og munu
hafa verið systkin. Einnig eru nefndir Hallur prestur Guð-
varðarson (bréf skrifuð á Hólum í Hjaltadal 1506 og 1507 og
á Munkaþverá í Eyjafirði 1507, sjá Isl.fornbréfasafnVIII, bls.
82, 133 og 159) og Arnkell Guðvarðarson (bréf skrifuð i Lauf-
ási 1544 og í Garðshorni í Svarfaðardal 1545, sjá Isl.fornbréfa-
safn XI, bls. 335—36 og 406—7). Sonur Arnkels þessa er tal-
inn séra Hallur Arnkelsson, prestur að Hvammi í Laxárdal
(orðinn prestur 1546, enn á lífi 1583, sjá Islenzkar æviskrár),
og hefur liklega heitið eftir séra Halli Guðvarðarsyni, sem
sennilega hefur dáið fyrir 1520, og mun hafa verið bróðir
Arnkels. En þar sem Amkell og Hallur Guðvarðarsynir koma
báðir við eyfirzk bréf, er sennilegt að þeir hafi búið í Eyja-
firði, og er liklegast, þar sem Guðvarðar nafnið er svo sjald-
gæft, að faðir þeirra hafi einmitt verið sá hinn sami Guð-
varður prestur sem skrifaði bréfsupphafið í 62, líklega kring-
um 1450; hann hefur e.t.v. verið eyfirzkur, en um það verð-
ur ekki sagt með vissu. Þá er hugsanlegt að Hallur sá sem
nefndur er ærulaus þjófshaus, sé einmitt Hallur prestur Guð-
varðarson. En ef ágizkun þessi er rétt, hefur Guðvarður prest-