Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 137
Skírnir
Leikritaval i Reykjavik um aldamótin
125
Hálogalandi" eptir Henrik Ibsen. Fyrra kvöldið var að vísu
allvel sótt, en hið síðara var húsið alveg troðfullt, og varð
fjöldi manna frá að hverfa. Ljetu áhorfendur þá hið bezta
yfir. Virðist því almenningur ætla að kunna að meta þetta
fyrirtaks-rit, eptir heimsins mesta sjónleikaskáld, er nú er
uppi, og þar að auki um forn-íslenzkt efni, vel og rjett skilið,
sem mjög er fágætt um útlend skáld.“ Sama dag birtir blaðið
langa grein eftir Bjama Jónsson frá Vogi, þar sem efni leiks-
ins er metið og greint. Loks kemur svo hinn 12. marz hinn
eiginlegi leikdómur Isafoldar, þar sem mat er lagt á sýning-
una og frammistöðu einstakra leikenda. Gagnrýni á leikend-
ur er ekki tiltakanlega hörð; þeim, sem fór með hlutverk örn-
ólfs úr Fjörðum, er mest hrósað, en sú, sem lék hlutverk Hjör-
dísar, er ekki talin því fyllilega vaxin, enda hlutverkið erfið-
ast. Blaðið bætir við: „Ef betur lánast að vetri komanda að fá
hæfilegan Hjördísar-leikanda (hann er mjög vandfenginn)
og skipt væri um mann í Þórólf, einkum vegna vaxtar hans,
og ef lagað er ýmislegt annað hvað útbúnað snertir o. fl.
sem vel má laga, er mikil von um, að þá megi vel við una
meðferðina á „Víkingunum“ hjer. Þá verður og sjálfsagt leikið
eptir hinni vönduðu prentuðu þýðingu, og þarmeð sá ann-
marki úr sögunni, hvað orðfærið er gallað nú, eins og leik-
endurnir höfðu numið það, áður en þýðingin var búin til
prentunar.“ Og enn hinn 16. apríl ber Víkingana á góma í
ísafold: „Leikjunum er nú lokið fyrir nokkru í þetta sinn, —
við talsvert betri orðstír en lengi að undanförnu, ekki sízt fyrir
það áræði og dugnað fjelagsins, að sýna annað eins rit og
Víkingana og leysa það stórslysalaust af hendi, og vonum
framar að sumu leyti ...“
Fjallkonan lætur sér færra um þennan atburð finnast, minn-
ist ekki á hann einu orði, en þriðja höfuðblaðið, Þjóðólfur,
segir frá því 4. marz, að frumsýningin hafi farið fram 26.
febrúar, „og þótti takast allvel, svo erfitt sem efnið í sjálfu
sér er. Að voru áliti var Örnólfur (Kr. Ó. Þorgrímsson) einna
bezt leikinn og Hjördís, hin langerfiðasta persóna í leiknum,
vonum framar (fröken Ölafía Jóhannsdóttir), Sigurður sterki
(Ól. Rósinkranz) dável o. s. frv. Leikrit þetta er nýprentað