Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 69
Skírnir
Börn og bækur
65
Flestar athuganir hafa leitt í ljós, að telpur hafa meira og
lengur yndi af Grimmsævintýrunum en drengir.
Frægar eru teikningar Walt Disneys við Mjallhvít, sem
hefur komið út með íslenzkum texta og fögru kvæði eftir
Tómas Guðmundsson. Þetta er ein þeirra bóka, sem ávallt
ætti að vera til á bókamarkaðnum. Ég vil geta þess hér, þótt
það eigi ekki við um Mjallhvít, að margir hafa séð skugga-
hliðar á myndasögum. Of mikil myndskreyting heftir hug-
myndaflug bamanna. Þau heimta þá, að allt söguefnið sé
sýnt í myndum, en með því em þau svipt því erfiði og þeirri
ánægju að lífga sjálf með ímyndunarafli sínu þann heim,
sem dylst bak við hið ritaða orð. Af þessum ástæðum em
flestir sálfræðingar andvígir ofnotkun myndasagna, þar sem
öll atburðaröð sögunnar er sýnd í myndum, sem taka hver
við af annarri. Slíkar myndasögur geta kæft hið bamslega
ímyndunarafl. A. m. k. er tímabært að vara við ofnotkun
þeirra. Þær geta, eins og kvikmyndir, verið bömum hollar
í hófi, en skaðsamlegar í óhófi.
Varla verður komið tölu á þær bækur, sem hæfa vel böm-
um á þessu skeiði. Af sígildum bókum má nefna Lísu í Undra-
landi, Ferðir Gullivers og Dæmisögur Esóps. Valdar þjóðsög-
ur og ævintýri, bæði íslenzk og frá öðrum löndum, svo og
sígildar bamabækur, sem hæfa þessu aldursskeiði, ættu að
mynda kjama þess, sem barnið les. Hvert það barn fer mik-
ils á mis, sem les ekki þessar bækur. Látið börn aldrei búa
eingöngu að tizkubókum bamabókahöfunda, hvort sem þeir
eru íslenzkir eða erlendir.
Á þessum aldri sökkvir barnið sér niður í töfraheim ævin-
týranna, án þess að hirða nokkuð um, hvað sé sennilegt eða
ósennilegt, mögulegt eða ómögulegt. fmyndunaraflinu em
allir vegir færir, áður en raunsæið temur flug þess. Bamið
tekur sennilegan ómöguleika fram yfir ósennilegan mögu-
leika.1)
Á þessum aldri búa börn oft til sögur sjálf, tíðast um sama
efnið, t. d. eitthvert eftirlætisdýr þeirra. Mörg börn taka ást-
fóstri við eina bók eða fáar bækur, sem þau lesa aftur og
1 [6] bls. 18.
5