Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 232
220
Ritfregnir
Skirnir
missa yísast marks, en öðrum skeytum geigar ekki á fluginu. Dýpstu
strengirnir í fiðlu skáldsins eru skomir úr brjósti þess sjálfs, eins og
strengimir í fiðlu Ingimundar. Og þegar skáldið slær á þessa strengi af
mestum innileik og látleysi, á ekki önnur fiðla „skærri tón“ en fiðlan
hans Þorsteins Valdimarsonar. Þess Y'egna þykir mér ekki vænna um
önnur ljóðasöfn íslenzk frá síðari árum en Heiðnuvötn hans.
Vel þykir mér fara á því að ljúka þessari umögn um Heiðnuvötn með
tilvitnun. Við íhugun verður fyrir valinu síðasta og eitt stytzta kvæði
bókarinnar, af því að það er gott dæmi um Ijóðin í heild og um leið eins
konar samnefnari þeirra. Frá tæknilegu sjónarmiði séð er naumast held-
ur annað kvæðanna betur gert. Það minnir á örina og Ijóðið eftir Long-
fellow, og er ekki leiðum að líkjast. Sízt gmnar mig þó, að um stælingu
sé að ræða:
Ljó S
Með fiðrildum haustsins
leiðst þú mér laufbleikt úr sýn
langt út i geim —
og ég man eigi framar til þín,
unz þú vitjar min aftur
af vörum ókunnugs manns,
á vængjum sem glitra
í litskrúði regnbogans.
Hér lýkur athugun á 5 ljóðabókum érsins 1962, 4 frumsömdum og
einni þýddri. Fleiri Ijóðabækur hefðu verðskuldað slíka athugun, en ein-
hvers staðar varð að setja takmörk. Ég tel mig ekki einungis hafa sýnt
fram á, að ljóðauppskera ársins hafi verið mikil og góð, heldur standi og
islenzk ljóðagerð á mjög háu stigi, listrænt skoðað, borið saman við það,
sem gert er bezt á þessu sviði erlendis, t. d. á Norðurlöndum. Um það
getur líka hver og einn sannfærzt með því að lesa Nordens dikt 62 og
gera samanburð sjálfur. Var þó heldur fljótfærnisbragur á vali ljóða af
Islands hálfu í bókina: Á síðustu stund fékk útgefandinn, Paul Brekke,
Ivar Orgland, lektor í Lundi, til að þýða íslenzku ljóðin á norsku, og
gafst honum ekki tóm til að hafa samráð við höfundana um valið, hvað
þá leita víðar fanga. Má telja lán, hve vel tókst eftir atvikum, þýðingin
yfirleitt mjög góð.
1 Nordens dikt 62 eiga t. d. ljóð frá Svía hálfu menn eins og Bo Berg-
man (f. 1869), Nils Ferlin (f. 1898) og Johannes Edfeldt (f. 1904) og
Norðmennimir Arnulf Överland (f. 1889), Gunnar Reiss-Andersen (f.
1896) og Ragnvald Skrede (f. 1904), allt viðurkennd Ijóðskáld á Norður-
löndum og víðar og draga enn amsúg á fluginu, jafnvel þeir elztu. Þetta
eru allt skáld af „gamla skólanum“ — um þá stefnu tel ég mig dóm-