Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 142
130
Sveinn Einarsson
Skírnir
tvíburabróðir Hjartsláttar Emilíu, saminn sérstaklega fyrir
aðra aðalleikkonuna, Gunnþórunni Halldórsdóttur. Fróðlegt
væri að vita, hvar þessi þáttur er niðurkominn nú.
Blöðin fóru ekki í launkofa með, að þau ætlist til einhvers
nýs og meira með tilkomu Leikfélags Reykjavikur, kröfumar
verða þegar meiri. Þetta leikritaval vakti litla virðingu, Þjóð-
ólfur (Vilhjálmur Jónsson), og reyndar hin blöðin lika, spyrja,
hvaðan komið sé þetta dálæti á söngvaleikjum, þegar jafn-
illa er sungið. Þorsteinn skáld Gíslason segir i blaði sínu Is-
landi 15. marz 1898 frá því, hversu lítilfjörlegt blöðunum al-
mennt hafi þótt þetta verkefnaval, en viðurkennir þó um
söngvaleikina, „við þá mun almenningur alstaðar skemmta
sjer bezt“. Þorsteinn hvetur síðan Leikfélagið að taka til með-
ferðar samtímaleiki eftir Bjömson og Edward Brandes til
dæmis, en bætir við: „En bezt væri að sjá nýja íslenzka leiki
í nútíðarlífinu. Þá fyrst, er leikhúsið hefði þá fram að bjóða,
vekti það almenna eftirtekt og nýtt fjör í bænum. En vöntun
á þessu er ekki leikendunum að kenna, heldur íslenzku skáld-
Pnum.“ I ísafold er enn hvassari tónninn. Einar Hjörleifs-
son skrifar þar 1. janúar m. a., eftir að hann hefur lýst yfir
því, að leiksýningar séu bezta skemmtun, sem völ sé á í
Reykjavík: „Það má mikið vera, ef fólk er ekki orðið þreytt
á þeim skemmtunum (þ. e. söngvaleikjunum), jafnmikið og
þeim hefur verið að því haldið — og jafnmikil missmíði og
allt af em á þeim hjer.“ Og 29. janúar sama ár kemur blaðið
enn inn á verkefnaval Leikfélagsins: „Ef dæma ætti um
menntalífið hjer í höfuðstað Islands af leikskemmtunum hans
í vetur, mundi niðurstaðan verða sú, að vjer „dependeruðum”
ekkert síður „af þeim dönsku“ nú en á dögum Sveins lög-
manns Sölvasonar. Nú hefur leikflokkur bæjarins leikið fjóra
leika — og alla danska . . . öll ritin eiga sammerkt að þvtí,
að þau vekja enga skynsamlega hugsun og enga göfuga til-
finning . . . Engri þjóð, annari en íslendingum, gæti heldur
til hugar komið að fara að lána hjá Dönum slíkt ljettmeti . . .
En áhorfendur geta naumast varizt þeirri hugsun, að allri
þessari miklu fyrirhöfn sje miður vel varið, meðan flokkur-
inn hefur ekki áræði -— eða hvað það nú er sem að honum