Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 164
152
Magnús Már Lárusson
Skírnir
Rekaskrá er annars eðlis en almenn hvalskiptaskrá. Reka-
skrá byggist á því, hverjir eru raunverulega fjörueigendur og
komið gætu þá öðruvísi hlutföll út og eigi rétt bæjaröð. Enn
fremur er ekki víst, að rekaskiptin séu eins gömul og hval-
skiptin, sbr. síðar. Renda líkur til, að yngri geti verið.
Séu skrár þessar hornar saman, þá kemur í ljós, að Hafur-
bjamarstaðir, Kolbeinsstaðir og Kirkjuból eiga rekaskipti í
sömu hlutföllum saman og hvalskipti; sömuleiðis Flankastaðir
og Sandgerði. Gæti það verið ábending um, að þar ráði stærð-
arhlutföll til tíundarmats eða með öðrum orðum hundraðs-
tölur jarðanna.
Enn fremur koma fyrir sem rekaeigendur Gufuskálar og
Uppselingar, sem eflaust em menn frá Uppsölum, en hvorag
lendan nefnd í hvalskiptunum, ef til vill af því, að Gufuskálar
em sem vermannastöð taldar til Hólms, sbr. Þórðarbók Ldn.,
en Uppsalir til Sandgerðis samkvæmt Jarðabókinni. Þessar
lendur em þá varla sjálfstæðar, er hvalskiptin eru gerð. Þá
kemur einnig fram heitið Fitjar, en Fitjar em enn taldar hálf-
lenda frá Kirkjubóli í Jarðabók Árna Magnússonar. Þó em
að lokum Þóroddsstaðir. Hér er vafalaust um sömu lendu að
ræða, er nefnist Þórisstaðir 1370 og 1517, Tuore steder 1548
og Þórustaðir í Jarðabókinni. DI III 256, VIII 608, XII 115.
I heimildinni frá 1370, vigslumáldaga Hvalsneskirkju, em
auk Þórisstaða nefndir Uppsalir. Þar stendur svo: „þangaS
liggja þessir 4 bœir að tíundum og lýsitollum og öllum skyld-
um: ÞórisstaSir, FlankastaSir, SandgerSi og Uppsalir. Og af
öllum bœjum suður þaSan til Voga allar skyldur utan af
Býjaskerjum og þeim tveimur kotum, sem þar fylgir jörSinni.
Tekst þar af heimatíundV Hér er þá fullvíst, að Þórustaðir
og Uppsalir eru taldir sjálfstæðir bæir með fullu forsvari. Það
má einnig taka fram, að gerð er tilfærsla á sóknaskipun þann-
ig, að undan Utskálakirkju eru teknir ofangreindir 4 bæir, en
í skaðabætur afhendir Björn Ölafsson, eigandi Hvalsness, jörð-
ina í Vörum með tveimur kúgildum Utskálakirkju til ævin-
legrar eignar.
Rekaskiptin sýna því yngra stig þróunar en hvalskiptin,
þótt torvelt sé að ársetja skrána.