Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 45
Skírnir
Um refsingar
41
Þjóðarhagur getur ekki réttlætt refsingar saklauss manns,
það getur sök ein gert. En það eru afleiðingar þess að hafa
lög og refsingar fyrir lögbrot, sem einar geta réttlætt þá
breytni manns við mann, sem refsingin felst í.
Nytjastefnumaðurinn bendir á, að af refsingum geti hlot-
izt þrenns konar góðar afleiðingar:
1. Þær koma í veg fyrir lögbrot með því að hræða menn
frá þeim.
2. Þær geta vamað þess, að lögbrjóturinn sjálfur geti fram-
ið afbrot.
3. Þær geta bætt siðgæði þess, sem refsað er.
Landslög í hverju siðuðu þjóðfélagi eru mannanna verk
og réttlætanleg einungis vegna þess, að menn geta tæpast
lifað góðu lífi nema í samfélagi við aðra menn. Refsilög em
ein leiðin til þess að takmarka breytni, sem hefur tilhneig-
ingu til að leiða af sér minna öryggi fyrir borgarana og auka
á óhamingju þeirra. Refsilög em ekki sett til þess, að menn
fái réttláta refsing afbrota sinna, heldur til þess að koma í
veg fyrir þá hegðun, sem við köllum afbrot. Tilgangi laganna
væri þannig náð, ef þeir, sem þeim framfylgja, hefðu ekk-
ert að gera. Sama máli gegnir um þær reglur, sem félög og
skólar setja. Viðurlög við broti á þessum reglum em til þess
gerð að koma í veg fyrir þá breytni, sem félagið eða skólinn
telur óæskilega.
Sumar tegundir refsinga koma bókstaflega i veg fyrir, að
maðurinn, sem er látinn sæta þeim, geti framið afbrot. Þetta
á augljóslega við um aftökur og fangelsisvist. Við emm enn
að skírskota til afleiðinga refsinga, er við bendum á þetta
sem réttlaétingu þeirra.
Nytjastefnumenn hafa stundum talið, að endurbót afbrota-
mannsins sé það eina, sem réttlætt geti refsingar. Getum við
nefnt þetta siðbótastefnu og þá, sem henni fylgja, siSbóta-
menn. Þeir benda þá oft á, að í fangelsinu skuli kenna mönn-
um nytsama iðn, reynt skuli eftir föngum að gera úr afbrota-
manninum nýtan borgara.
Þetta er að sjálfsögðu gott og blessað, en er menn setja það
fram sem réttlætingu á refsingum, felst í því nokkur mis-