Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 211
Skírnir
Ritfregnir
199
orðið geirmímir sem sé talið sérnafn, en venjulega er það skilið sem
mannkenning. Þetta skiptir ekki máli fyrir kvœðisheildina, en æskilegra
hefði verið að sneiða slika ágalla af þýðingunni i endurskoðaðri útgáfu.
Meiri ágalli þykir mér að í skýringum kvæðanna aftast í bindinu er
ekki getið um hvað eru síðari tíma viðhætur eftir handritum að dæma.
Það hefði þó verið hægt, án þess að fara út fyrir þau takmörk útgáfunnar
að hún sé fyrst og fremst lestrarútgáfa fyrir menn sem vilja kynna sér
þessi rit, en eru ekki læsir á íslenzku. Við það eru skýringamar miðaðar,
enda hygg ég þær nái þeim tilgangi sínum. 0ystein Froysadal hefur gert
þær. Hins vegar hefðu þær heldur átt að vera neðanmáls eins og í hin-
um bindunum öllum og Snorra-Eddu í þessu bindi.
Þá er það nokkur ókostur að ekki eru tilgreind öll heiti Eddukvæð-
anna, a. m. k. hin algengari. Það sést t. d. hvergi í þýðingunni að Helga
kviða Hundingsbana hin fyrsta er stundum (t. d. í útg. Finns Jónssonar
1932) nefnd Völsungakviða; heitin á þáttum Hávamála eru ekki til-
greind, svo að sá sem ætlar sér að leita t. d. að Loddfáfnismálum, finnur
hvergi í þýðingunni Loddfávnesmal, heldur aðeins sémafnið Loddfávne.
En einmitt af því að þetta er ekki útgáfa fyrir fræðimenn, er þörf á að
notendur geti fundið í henni skýringar á samnefnum af þessu tagi.
1 fyrsta bindi er einnig hluti Snorra-Eddu, það er að segja Gylfaginn-
ing og frásögurnar úr Skáldskaparmálum. Þýðandinn, Erik Eggen, hafði
raunar þýtt alla bókina eftir útgáfu Finns Jónssonar, í Kaupmannahöfn
1926. Hallvard Mageroy hefur valið hvað taka skyldi með, en Gunnvor
Rundhovde málfræðingur í Björgvin hefur annazt útgáfuna, endurskoðað
þýðinguna að nokkm, sett neðanmálsskýringar, þar sem hefur þótt þurfa,
o. s. frv.
Deila má um hvort það hefur verið rétt stefna hjá útgefendum að
sleppa Háttatali í útgáfunni, en óneitanlega er mikil eftirsjá að þvi. Eg
veit raunar ekki hversu til hefur tekizt með þýðinguna á þeim kveðskap
öllum, en ef ekki er unnt að þýða hann svo þolanlegt sé á mál eins og
nýnorsku, þá held ég hann verði ekki þýddur á neitt erlent mál.
1 öSru bindi safnsins, er nefnist Ættesoger, era tvær íslendinga sögur.
Hin fyrri er Njáls saga sem Aslak Liestol — sonur Knuts heitins Liestols
prófessors — hefur þýtt eftir útgáfu Einars Öl. Sveinssonar í Islenzkum
fornritum.
Njála mun ekki vera auðveldust Islendinga sagna til þýðingar, en þó
hygg eg þýðandi hafi komizt vel frá því. Eg efast samt um að þýðingin
gav gjerrte hjelp i rettssaker gefi rétta hugmynd um merkingu orðsins
málafylgjumáður um Mörð Valgarðsson. Betra hefði verið að segja var
svært dugende i rettssaker eða eitthvað þess háttar.
Orð IJallgerðar um Njálssyni, þeir þykjast nú helzt menn, eru þýdd:
Dei tykkjest vera svært 'til karar, en það orðalag bendir aðeins til álits
annarra á þeim, ekki þeirra sjálfra. Um viðureign þeirra Njálssona við
Sigmund og Skjöld segir Njála: Helgi lagSi sverSi í gegnum hanrt, og