Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 122
110
Stefán Guðnason
Skímir
venjulegum landamerkjum, en að öðru leyti eftir sjávarföll-
um, þ. e. annar aðilinn átti veiðiréttinn á útfallinu, hinn á
aðfallinu. Einholt var gömul kirkjujörð og mun hafa átt reka-
og veiðiítök langt út fyrir heimajörðina.
Að fara í ál.
Það var kallað og er vonandi enn kallað aS fara í ál, þegar
farið var á lúruveiðar. Bendir þetta orðtak til þess, hvar lúr-
una var helzt að hitta. Til veiðanna þurfti lipran bát, ferær-
ing, helzt grunnskreiðan, fyrirdráttarnet og fæsta 3 menn.
Fyrirdráttarnetin voru misjöfn eftir efnum og ástæðum. Þau
voru oftast riðin úr erlendu garni, möskvastærð um 1*4 úr
þumlungi, lengd 20—25 faðmar, felld til helminga, dýpt 22
—28 möskvar, korkfláar á efriþinul, blý á neðritein. Prik
voru gjarnan í báðum netendum til þess að halda í sundur
og alllangir strengir í báðum nethálsum, kallaðir landtog og
bátstog. Nótin var oftast dýpst um miðju. Tveir gátu farið i
ál, en hæfilegt var, að þrír væru; sá þriðji mátti vera liðlétt-
ingur.
Um veiðitæki og veiðiaðferðir fyrr á tímum er mér ekki
mikið kunnugt, en ætla má, að allt hafi þá frekar verið af
vanefnum gjört, netin t. d. minni og lakari, riðin úr heima-
spunnu togbandi, togin e. t. v. einnig úr togi eða hrosshári.
Teinar hafa væntanlega einnig verið úr heimaunnu efni, not-
azt við steina eða leggi á steinatein, tréfláa í flot á fláatein.
Af lýsingu á lúruveiðum i Ferðabók Eggerts og Bjama er að
sjá, að á þeim tíma hafi bátur ekki verið notaður við fyrir-
dráttinn, heldur hafi verið vaðið með báða netenda.
Draga má fyxir bæði með útfalli og aðfalli. í álum er dreg-
ið fyrir, eftir að eyrar em komnar upp úr og áður en þær
fara í kaf. 1 víkum og vogum má draga með aðfalli allt til
háflóðs, og meðan dýpi leyfir á útfalli.
Áður en fyrirdrátturinn hefst, er nótin lögð á annan aftur-
kinnung bátsins, landtogið fengið landtogsmanni í hendur og
það róið út á enda. Þegar svo er komið, fer annar af báts-
mönnum að gefa út netið, og að því loknu er svo bátstogið