Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 83
Skirnir
Börn og bækur
79
endum og útgefendum skjátlast oft stórlega um mat á þeim.
Það er skiljanlegt, þegar þess er minnzt, að það tekur mann-
kynið ávallt langan tíma að sannreyna gildi góðrar bókar.
Góðar barnabækur eru í senn þjóðlegar og alþjóðlegar. 1
tali og riti notum við oftar en við vitum af fjölmörg orða-
tiltæki og hugtök, sem sótt eru í heim barnabókmenntanna.
Við segjum t. d., að einhver nefnd hafi sofið þyrnirósarsvefni;
við vitum öll, að hér er skírskotað til sögunnar um Þymirós,
sem svaf í hundrað ár. Við tölrun um Öskubusku, Bakka-
bræður, nýju fötin keisarans, úlfinn og lambið, súr vínber
o. s. frv., og myndum undrast fáfræði þess manns, sem þekkti
ekki sögur þær, sem þessi orð og orðatiltæki vísa til og fá
merkingu af, engu síður en við myndum furða okkur á þeim
manni, sem væri úti á þekju, þegar minnzt væri á glataða
soninn, pundið, illgresi meðal hveitisins, salt jarðar, feitu
kýrnar og mögm kýrnar. Valdir kaflar úr ritningunni telj-
ast vissulega til sígildra barnabókmennta.
Með því að láta undir höfuð leggjast að laða böm að sí-
gildum barnabókmenntum er vanrækt að næra líftaug þjóð-
legrar sem alþjóðlegrar menntunar. Bernskan og unglings-
árin em hentugasti tíminn, sakir hins ferska næmleika til-
finninganna, til þess að ýmislegt úr kjama menningarinnar
renni mönnum í merg og blóð, verði þeim samgróið og inn-
líft. Þau böm, sem svalað hafa þorsta sálar sinnar í hinni
tæru uppsprettu sígildra barnabóka, munu bera þess menjar
alla ævi. Þetta er hin bezta vörn gegn því, að þau fái á full-
orðinsárum smekk fyrir gervilist lélegra höfunda og eigi aðal-
sálufélag sitt við þá.
Hinn kunni franski bókmenntafræðingur, Paul Hazard,
kemst svo að orði um sígildar bamabækur. Þýðingin er laus-
leg:!)
„Barnabækurnar glæða þjóðemiskenndina og föðurlands-
ástina, en opna einnig hugann fyrir hinu sammennska og
alþjóðlega. Þær lýsa af ástúð ættjörðinni, en bregða einnig
upp myndum frá fjarlægum löndum, þar sem ókunnir með-
bræður búa. Þær fela í sér kjarna þjóðarsálarinnar, en allar
i) [5] bls. 190.