Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 175
EINAR ÓL. SVEINSSON:
SKJÖLDUNGASAGA.
Andmælaræða við doktorsvöm Bjarna Cuðnasonar
1. júní 1963.
Doktorsritgerð sú, sem tekin verður hér í dag til umræðu og lokadóms,
fjallar um Skjöldungasögu. Höfundurinn, sem þama situr, hefur sagt deili
á sér, svo að ekki er ástæða til þe«s að ræða um hann sjálfan frekar en
bókin gefur tilefni til. Þess skal þó geta, að hann skrifaði meistaraprófsrit-
gerð um vandasamt efni, „frásagnir norrænna heimilda um Ragnar loð-
brók“; hann lærði mikið á því, ekki sízt vísindaleg tök á þvílíkum efnum.
Ef til vill má komast svo að orði, að hann hafi þá fengið „blod p& tanden",
að því er varðar rannsókn sagna Danakonunga. Hann tók þá og að kynn-
ast riti Saxa hins málspaka, Gesta Danorum, og má sjá þess merki í þessu
riti, að hann hefur haldið því áfram, svo og að kynna sér aðrar fróðar
danskar bækur og enn fremur önnur útlend rit, sem varðað geta þessi efni.
Síðan hefur hann ritað um kappatal það, sem oft er nefnt Brávallaþula,
í Skírni 1958, en það efni varðar Skjöldungasögu. Síðari ár, meðan hann
var sendikennari í Uppsölum, lagði hann allt kapp á doktorsritgerð sína,
og má sjá, að hann hefur notfært sér rækilega hina miklu bókafjársjóðu
safnanna þar.
Bókin er 343 bls. að stærð, snoturlega útgefin af Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, og er það að minum dómi maklegt. Þegar flett hefur verið titil-
blöðum hennar, blasir við tileinkun höfundar bókarinnar til látinnar móð-
ur sinnar, fagurt og verðugt vitni ræktarsemi og ústúðar.
Þessu næst er efnisyfirlit og þá formáli og skammstafanaskrú. Nú kem-
ur yfirlit yfir verkefnið, en þá meginkaflarnir tveir: Textakönnun og
Efniskönnun, hvor nærri hálft annað hundrað bls., annar minna, hinn þar
yfir. Þá kemur nafnaskrá og loks efnisinntak á ensku, 20 bls., og var þess
þörf, því að fleiri kunna að þurfa á bókinni að halda en þeir einir, sem
islenzku skilja.
Allmikinn hraða hefur þurft að hafa við prentun bókarinnar, og mun
það valda mestu um, að prentvillur eru þó-nokkrar. Fyrir þessu hefur
doktorsefni gert nokkra grein í inngangsorðum sínum, og eru þá þær
syndir honum fyrirgefnar. Naumum tíma kenni ég og mestmegnis, að
orðfæri hefði mátt vera vandaðra sumstaðar, því að annarstaðar má sjú
ást hans á móðurmálinu. 1 uppkasti reynir rithöfundur oft að skrifa sem
skýrast, og geta þá í ákafa hans að fá merkingu sem gleggsta hrotið orð,
sem eru óþarflega og ef til vill óviðkunnanlega sterk, þar sem le mot
propre, rétta orðið, sem hvorki segir of mikið né of lítið, greinir stigmun