Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 172
160
Magnús Már Lárusson
Skimir
Kvíguvogar,
Býjasker,
Hólmur,
(Otskálar),
Kirkjuból,
(Hvalsnes),
Kirkjuvogur.
Gæti þetta bent til, að Otskálar og Hvalsnes væru þar ný-
komin inn í máldagakerfi, — og einnig Galmatjörn. Á það
skal bent, að Ámi Magnússon nefnir sögusögn um flutning
Vogakirkju til Kálfatjarnar, sem gæti átt við færslu prests.
En af elzta máldaga Kálfatjarnar frá því um 1200, ekki haust-
inu 1269, sýnir eins og Vilkinsmáldagi enga prestskyld í landi,
og prestskaup er tilgreint 2 merkur, sem lögmætt er á hálf-
kirkju. Enn fremur má geta þess, að Péturskirkja var þar.
DI II 65, IV 106, en það hlýtur að vera fornt.
Það virðist þá liggja nokkuð nærri, að enginn texta kirkna-
tals Páls biskups um Rosmhvalanes sé ömggur, því að líkur
benda til þess, að prestsskyld hafi ekki legið í Otskálalandi þá,
sé framangreint mál rétt.
Eina kirkjan með prestsskyld um 1200 er þá á Kirkjubóli.
Það er því ekki það sjónarmið, þ. e. a. s. viðhorfið til kirkna,
sem ræður því, að bæði Kirkju-Njarðvík og Otskálar skulu
taka aukahlutana í hvalskiptunum, sem virðast byggð á tí-
undarkerfi jarðanna. Það em löndin, sem taka hlut. En heit-
ið Presthús, sem tengt er Otskálum, sýnir þá, að skiptin em
gerð eftir 1300.
Tímaákvörðun á hvalskiptunum virðist samkvæmt athug-
unum þessum vera um og eftir 1300.
Hér hefur verið gert ráð fyrir, að um hreppssamþykkt sé
að ræða. Hreppsmarkið annað virðist fremur vera um mörk
Hólms- og Njarðvíkurlanda á Vatnsnesi, fremur en um Kol-
beinsskor í Stapanum, þar sem Njarðvíkurreki er innan við
mark það, sem skráin setur. Hitt markið er sett við Esjuberg
eða Æsuberg. Om það segir Ámi Magnússon, að menn meini,
að sé sama og Hestaklettur í Ósum, en hann skýrir jafn-
framt frá því, að Æsuberg heiti nú „hnúkur eða klettur upp