Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 31
Skírnir
Handritastofnun Islands
27
samlestrar, vélritunar o. s. frv., svo og herbergi fyrir örnefna-
safn og þjóðfræðasafn. Tæki séu til lestrar, þar á meðal lampi
með útfjólubláu ljósi, svo og tæki til ljósmyndunar.“ Þó að
þetta sé ekki tiltekið nánar, er þó ekki um að villast, að hús-
næði er frumskilyrði þess, að stofnunin geti starfað.
En hvar eru þau húsakynni? 1 tillögu Háskólaráðs, sem
gerir aðeins litlar breytingar á orðalagi annarra aðilja, sem
um þetta höfðu fjallað, segir: „Stofnuninni sé til bráðabirgða
fengið húsnæði í Landsbókasafni eða á öðrum stað, sem hent-
ugastur þykir, en til frambúðar verði stofnuninni fenginn
staður í nýju húsi fyrir Landsbókasafn, sem reist mun verða
á næstunni.“ Leggur bæði Heimspekideild og Háskólaráð
mikla áherzlu á, að þegar verði hafizt handa um hið nýja
safnahús. I frumvarpi segir i 4. gr.: „Kveðið skal á um það
í reglugerð, hvar Handritastofnunin sé til húsa.“ En í grein-
argerð er getið fyrirætlana um byggingu hins nýja safnahúss,
og eigi Handritastofnunin að vera þar á sínum tíma, en ann-
ars segir:
„1 frumvarpinu segir, að kveða skuli á um það í reglu-
gerð, hvar stofnunin sé til húsa. Gert er ráð fyrir því, að
fyrst um sinn fái hún aðsetur í Safnahúsinu við Hverfisgötu,
en undanfarið hefur verið unnið að nýrri innréttingu á þeim
salarkynnum í Safnahúsinu, sem Náttúrugripasafn hafði áður
til umráða. Verður þeim framkvæmdum lokið innan tíðar,
og eru nýjar endurbætur á húsakosti Landsbókasafns í at-
hugun. Telja má og, að Handritastofnuninni sé nauðsynlegt
að vera í sem nánustum tengslum við handritasöfn þau, sem
eru í vörzlu Landsbókasafns."
Hversu háttar um sal Náttúrugripasafns, er mér ekki kunn-
ugt, en við komum væntanlega að því síðar hér á fundinum.
Tillögum Háskólans var vel tekið af stjórnarvöldum, og
á 50 ára afmælishátíð Háskólans 6. okt. 1961 lýsti mennta-
málaráðherra yfir þvi af hálfu ríkisstjómarinnar, að hún
hefði ákveðið að leggja til við Alþingi, að komið yrði á fót
stofnun þeirri, sem hér um ræðir. Var frumvarpið síðan lagt
fyrir Alþingi og samþykkt óbreytt.
Síðari atvik í sögu þessa máls þarf ekki að rekja. Það hef-