Skírnir - 01.01.1963, Side 195
Skírnir
Ritfregnir
183
í hugtakinu forn bókmenntasaga? Hvar liggja takmörk hennar í tíma og
rúmi? Hver eru viðfangsefni hennar og einkenni? Hver er flokkun henn-
ar og tegundir? Og síðast en ekki sízt: Frá hvaða sjónarmiði er ætlunin
að rita þessa hókmenntasögu? Á að leggja éherzlu á fagurfræði, textasögu,
hugmyndasögu, menningarsögu, bókfræði? Þar sem Eddukvæði og drótt-
kvæði eru samferða kveðskapargreinar, þá kæmi til álita að fjalla um þær
jafnhliða, en ekki hvora út af fyrir sig. Hvað hefði áunnizt við slika að-
ferð og hvað farið forgörðum? Og þannig er unnt að halda áfram að
spyrja. Að vísu má segja, að allt þetta komi í ljós við lestur bókarinnar,
en valt er að treysta á langlundargeð lesenda. Með því að gera þessum
atriðum skil, hefðu lesendur fengið leiðarljós um völundarhús bókmennta-
sögunnar og höfundur aðhald.
Allmargar íslenzkar eða norrænar fombókmenntasögur hafa komið út
á þessari öld. Nægir að minna á bókmenntasögur eftir þá Finn Jónsson,
F. Paasche, Jón Helgason, Sigurð Nordal, Jan de Vries og G.Turville-Petre.
Þess vegna er ekki óeðlilegt, að menn spyrji, hvort ástæða hafi verið til
að auka einni við í hópinn og úr hvaða þörfum hún bæti.
Allir fyrrgreindir vísindamenn hafa ritað bókmenntasögur sínar ein-
vörðungu á erlendum málum nema Finnur Jónsson. Honum hefur runn-
ið blóðið til skyldunnar, ef svo mætti segja, og lét því frá sér fara bók-
menntasögur ekki aðeins á dönsku, heldur og á íslenzku. Að því er ég
bezt veit, ritaði Finnur Jónsson fyrstur allra fombókmenntasögu á íslenzku,
Bókmentasaga Íslendínga fram undir siSabót (Khöfn 1904—5). Á þessum
tæpu sextiu ámm frá útkomu bókar Finns hefur ekki komið út nein sam-
felld saga íslenzkra fornbókmennta á móðurmálinu, ef frá em skildar
kennslubók eða öllu heldur kennslukver Sigurðar Guðmundssonar skóla-
meistara og bókmenntasaga Stefáns Einarssonar, Islenzk bókmenntasaga
874—1960, sem er að mestu þýdd úr ensku. Af þessu má ljóst vera, að
útkoma bókar Einars er merkisviðburður og hefur miklu hlutverki að
gegna. Þá má nefna, að tilfinnanlegur skortur hefur verið á kennslubók
í bókmenntasögu við Háskólann. Fyrir nemendur og kennara í fornbók-
menntum er því bókin einstaklega kærkomin, þótt hinu beri ekki að leyna,
að fyrirferðin veldur því, að saga Einars getur ekki talizt beinlínis heppi-
leg kennslubók. Loks má telja, að ekki muni af veita um þessar mundir
að glæða áhuga manna á íslenzkum fagurbókmenntum fornum, þegar
stríðir erlendir menningarstraumar flæða yfir landið. Fer bezt á þvi, að
hið gamla og hið nýja vegi salt. Útkoma rits Einars er því frá íslenzku
sjónarmiði mikið fagnaðarefni.
Allir, sem sökkt hafa sér niður í fornar bókmenntir, vita, að flest er
þar á hverfanda hveli, svo að jafnvel viðhorfin til ýmissa meginatriða
hafa gjörbreytzt á síðustu áratugum. Til dæmis að taka er skoðun manna
á Islendingasögum. Þróunin er svo ör, að heita má, að hver áratugur kalli
á nýja bókmenntasögu. Enn er það, að rita má bókmenntasögur frá ýmsum
sjónarmiðum og leggja áherzlu á sérstök atriði eða þætti bókmenntanna,