Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 198
186
Ritfregnir
Skirnir
flokkun, þrátt fyrir þann varnagla, sem hann slær. En ég tel bókinni
þetta til gildis. Höfundurinn reynir ekki að sneiða hjá vandamálunum
í skjóli efaseminnar, heldur tekur á sig áhættuna til að geta sýnt sam-
hengi kvæðanna og skýrt þróun þeirra. Og það fer ekki á milli mála, að
hann hefur þokað þessum málum í rétta átt. Með þessari viðleitni sinni
hefur höfundi tekizt m. a. að sýna fram á, svo að tæplega verður í efa
dregið, að þróun unglegra hetjukvæða eigi sér innlendar rætur, sé eðli-
legt framhald eldri kvæða, og þarflaust sé að tala um vesturgermanskan
uppruna (H. Kuhn o. fl.).
Kaflinn um bragfræði er ritaður af mikilli þekkingu, eins og raunar
ritið allt. En þar kom mér nokkuð á óvart, hversu höfundur gerir hrag-
fræðikenningum Sievers hátt undir höfði, en þær hafa um skeið ekki átt
upp á pallborðið hjá fræðimönnum, t. d. minnist Jón Helgason alls ekki
á hinar 5 greinir fornyrðislags í bókmenntasögu sinni í Nordisk kultur.
Hins vegar er Einar mjög vantrúaður á kenningar Heuslers, þótt hann
telji þeim sitthvað til gildis. Er svo að sjá sem hann vilji reyna að sam-
ræma þessar kenningar að einhverju leyti eða vinza úr það bezta. En ég
dreg í efa, að það sé unnt nema að litlu leyti.
Ef til vill hefði mátt koma skýrar fram hjá höfundi, að mismunur
þessara tveggja kerfa á rætur að rekja til þess, að Sievers lagði til grund-
vallar við rannsóknir sinar Eddukvæðin, þar sem augljósrar tilhneigingar
gætir i sumum þeirra — væntanlega fyrir áhrif dróttkvæða — til at-
kvæðatalningar, en Heusler studdist við forngermönsk kvæði, eins og
Bjólfskviðu og Heliand, þar sem atkvæðafjöldi er tíðum mun fleiri en í
Eddukvæðum. Enda kemur í ljós, að elztu Eddukvæðin virðast sízt falla
inn í braggreinir Sievers. Mér virðist kerfi Sievers vera aðeins lýsing,
en ekki skýring á eðli bragarins né segja til um framsögn hans. Þetta
hygg ég, að Heusler hafi gjört með því að leggja áherzlu á, að aðalatriðið
sé tvö ris í hverju vísuorði og óbundinn atkvæðafjöldi. En af því leiðir,
að allar lagfæringar í því skyni að fella vísuorð undir bragreglur Sievers
eiga varla rétt á sér, jafnvel þótt þær séu heimilar frá málsögulegu sjón-
armiði.
Nokkuð er um prentvillur, flestar eru þó til lítils baga. Ég nefni ekki
allar. Síðari orðmyndin er sú rétta: samlíking stfanna—samlíming staf-
anna (61), steini—fjöl (67), raddarsstafr—raddarstafr (107), brjóta á bég
við—brjóta í bág við (106), fornyrðisskáldin—fomskáldin (113), fyrr—
fyrir (121), þegar—þessar (121), Atlamálum—Atlakviðu (151), E A. Kock
f. n. fil— E. A. Kock, Arkiv f. n. fil. (151 nmáls), orðum—orðinu (164),
hin mestu hagsmíð—hin mesta hagsmíð (165), steinunum—steininum
(239), Völuspá—Völuspár (261), Ásgerður Bjarnadóttir—Ásgerður Bjam-
ardóttir (279), 1930—1920 (282 nmáls), sekan—seka (383), honum—
henni (383; sbr. hún 3833, hetjan er talin kk. 383), gotneskum eða germ-
önskum—gotneskum eða öðmm germönskum (395), hlýtur—hljóta (439),