Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 194
RITFREGNIR
Einar Ól. Sveinsson: íslenzkar bókmenntir í fomöld I. — Almenna
bókafélagið gaf út. Reykjavík 1962.
f formála fyrir þessari nýútkomnu bókmenntasögu sinni, fslenzkum
bókmenntum í fomöld, greinir Einar Ólafur Sveinsson frá þvi, að hann
muni í riti þessu fjalla um „íslenzkar bókmenntir í fomöld, frá upphafi
fslands byggðar og nokkuð fram yfir lok þjóðveldisins", og á kápu bókar-
innar getur að lesa, að verkið allt sé áætlað í þrem bindum. En höfundur
hefur í þessu fyrsta bindi ekki komizt yfir meira en yfirlit kveðskapar
og Eddukvæði. Þrátt fyrir það er bindið töluvert á 6. hundrað bls. að lengd,
og eftir því að dæma virðist höfundur nauðbeygður til að semja a. m. k.
jafnstórt rit og hina miklu dönsku bókmenntasögu Finns Jónssonar (um
1630 bls.), til þess að samræmi verði milli bókmenntategunda. Að vonum
vaknar sú spuming, hvort ekki hefði mátt sleppa einhverju eða stytta, en
þá vandast málið. f upphafi bókar sinnar fjallar höfundur um víkingaöld,
landnámsmenn, nýtt þjóðfélag og rúnir; allt þetta er ómissandi.
Hinar endalausu bollaleggingar fræðimanna um forsögulegar rætur
hetjukvæða em frá Þjóðverjum komnar, er lögðu allt kapp á að tengja
hetjukvæðin við þýzka sögu og þar með eigna sér kvæðin að nokkm eða
öllu leyti. Þetta minnir nokkuð á þann áhuga, sem menn sýndu „fortil-
veru“ fslendingasagna. Ég er helzt á þvi, að farg þýzkra rannsókna valdi
því, að höfundur hefur þrætt þetta um of. Og ég er ekki frá því, að kafl-
inn um hetjukvæðin hefði orðið enn ánægjulegri aflestrar, ef minna hefði
farið fyrir þessu, því að miklar hugleiðingar em tafsamar við lestur. Með
þessu er ég alls ekki að segja, að forsaga hetjukvæðanna sé ekki frásagnar-
verð eða rannsóknarvirði, einkum fyrir þær þjóðir, sem hafa glatað að
mestu eða öllu hetjukvæðum sínum og þurfa að sækja vitneskju um þau í
annálaklausur eða króníkur og skálda í eyðurnar, ef svo ber undir, en
þessi forsaga á að minum dómi að mjög takmörkuðu leyti heima í íslenzkri
bókmenntasögu. Ekki ber þetta svo að skilja, að höfundur takmarki ekki
á neinn hátt það efni, sem lýtur að forsögu hetjukvæða, heldur aðeins svo,
að mér þykir ekki nóg að gert. En þetta er í eðli sínu aðeins matsatriði.
Og segja má, að góð bók sé aldrei of löng.
Úr því að Einar hefur í hyggju að rita alla sögu fornra bókmennta,
var ástæða til að fylgja bókinni úr hlaði með nokkmm aðfaraorðum, þar
sem gerð hefði verið grein fyrir ýmsum atriðum mikilvægum. Hvað felst