Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 229
Skírnir
Ritfregnir
217
vonbrigði og sársauka, sem þeirri fullnægingu fylgis víst oftast. En þó að
vonbrigðin séu sár, finnur vegfarandinn víða eitthvað, sem sættir hann
við þau, ef ég skil hann rétt. Þannig lyftir dómkirkjan í Köln hug hans
upp yfir flatneskju borgarinnar til himna. ViS gröf Rilkes (skáldsins, er
Hannes mun dá einna inest) sættist hann við steinana, „sem þú (þ. e.
Rilke) gerðir mér byggilega". Og svo mætti lengur telja.
f síðasta þætti bókarinnar, Sonnettum, tekur skáldið til meðferðar bar-
áttu andstæðra afla, góðs og ills, og veitir ýmsum betur. 1 fyrstu sonn-
ettunni, sem nefnist Landnám og fjallar um byggingu fslands, sigrar mað-
urinn höfuðskepnurnar með glæsibrag og heilsar í ofvæni hinum nýju
heimkynnum. / helli Pólýfemusar bugar mannleg ráðsnilld og hetjudáð
ófreskjuna. Guðinn Janus virðist mega túlka sem táknmynd tvíeðlisins í
tilverunni og mannlífinu sérstaklega. ÍJr innsta leyni Drangeyjar verður
hinu illa aldrei þokað, þrátt fyrir yfirsöng og vígslur. Öflugasta imynd
vonzkunnar er þó Fenrisúlfur, sem að lokum gleypir sólina, svo að systir
hans, Ffel, fær yfirráð yfir jöi’ðunni.
Hannes Pétursson hefur ekki mjög marga strengi á hörpu, en þeir eru
ósviknir. Sé önnur líking tekin, má segja, að honum liggi varla tiltakan-
lega hátt rómur, en radddýptin sé þeim mun meiri. Að vísu sakna ég hjá
honum eldmóðs og ólgu trúar og tilfinninga. En höfuðið er skarpt, augun
skyggn. Hann leitar fanga nær og fjær. Rætur skáldsins eru í átthögum
og móðurmold, en það opnar gluggann líka fyrir sumri og sól, er víð-
förult. Stíll Hannesar er fáorður, ósjaldan án frumlags eða umsagnar (sjá
t. d. síðast nefnt kvæði, Fenrisúlf), fomi hnitmiðað. Oft er svöl ró yfir
öllu. Ef til vill má segja, að hann sé fremur skáld hugar en hjarta, skyn-
semi en tilfinninga, átthagans en útlandsins, þó að fjölförull hafi verið,
svo ungt skáld.
En þó að hann sæki yrkisefni út í lönd og álfur og aftur í fyrnsku
goðsagna, þjóðfræði og Biblíu, þá eru honum átthagarnir og samtíðin hug-
stæðust. Og hann gerir einmitt þeim bezt skil, enda er hjartað þar með í
leiknum. Það skyldi þá ekki vera svo, að heimbyggðin, lyngmórinn, at-
hvarf söngfugls og hjarðar, heiðin til efstu grasa, Mælifellshnjúkur, væm
kveikir kvæða hans, einnig þeirra sem eru framandleg að yfirvarpi?
Um Hannes má segja líkt og Einar Benediktsson kvað:
Og dökkni Væringi i suðrænni sól
ber hann sinni undir skinni sem norðrið ól
og minnist, að heima er lífstrúar lindin.