Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 208
196
Ritfregnir
Skirnir
runa. Grape heldur, að hér sé skrifuð (hugsunarlaust) upp gömul klausa,
eftir ritaðri heimild og án þess þetta varði Uppsalabók. Það þykir mér
þó alveg með ólíkindum, að skrifarinn hefði ritað annars manns nafn
sem eiganda bókar sinnar. Villuletrið sýnir, að skrifarinn hafi ekki ver-
ið að skrifa markleysu tóma. Grape bendir á, að i klausunni sé skrifað c
í staðinn fyrir k, sem ævinlega sé í texta Uppsalabókar. Nú má vel vera,
að skrifarinn fari eftir skráðri klausu, en eins og fyrr var sagt, er harla
ólíklegt, að hann eigni bók sina öðrum manni (nema hann sé þá að gefa
hana öðrum manni). En c í staðinn fyrir k má líka skýra öðruvísi. Ef
hann hefði skrifað k, gat það merkt hvort sem vildi k eða i, t. a. m. mkk,
þkk, og gat það valdið ruglingi í lestri, en allt var skýrt, ef c var að
gömlum sið skrifað fyrir k.
Á nokkrum fleiri stöðum virðist mér Grape hafna að taka til ræki-
legrar rannsóknar athuganir fyrri fræðimanna, svo sem Jóns Sigurðsson-
ar um að eftirrit af Uppsalabók hafi verið gerð í Dölum á seytjándu öld;
einnig hefði verið vert að skyggnast nánar eftir Þorláki presti þeim, sem
talinn er eigandi á 64. bls.
Hins var ekki að vænta, að Grape færi út í spázíukrot o. þ. h., svo
framarlega sem það varðaði ekki augljóslega feril handritsins. En þess
er að vænta, að vandlega verði allt slikt kannað og með öllum þeim
tækjum, sem nútíðin á yfir að ráða, þegar skrift handritsins verður tekin
til rannsóknar. Finnur Jónsson hefur lesið sumt gamalt krot, þar á meðal
upphafsvisuorð Rigsþulu, sem hér er rétt, en rangt í Ormsbók. Á 19. öld
fundu menn, að sumt hið yngra, t. d. á bls. 36 og 37, er „ex cantilenis",
en ekki virðast menn hafa lagt mikla rækt við það á þeim tíma. Jón
Helgason hefur nokkuð við þetta átt, og er í ritgerð Grapes (bls. 15)
vitnað til þess, að hann hafi lesið á bls. 42 orðin „Vísir gisti vondsligt kíf“,
sem verið hafi yfirstrikað og annað sett í staðinn. Á öðrum stað (37. bls.)
las hann „Vísir nefnist Valdimar". Lá þá beint við að skyggnast eftir því,
hvort ekki væri þetta úr Valdimarsrímum Þórðar á Strjúgi, en það reyndist
þó ekki vera. Af lauslegum athugunum, einkum á bls. 42 og 43, þætti mér
líklegt, að hér væri að ræða um brotasilfur úr rímum nokkurum af Nikulási
leikara. Orðin „Visir nefnist (nútíð!) Valdimar“ kynnu að vera orð Skinn-
vara jarls við Nikulás (Reykjavikur-útg. 1912, 7. bls.), meira eða minna
af krotinu á 42. bls. virðist lúta að efni því, sem segir frá á 49. bls. sög-
unnar, en vísumar á bls. 43 lúta að efni 50. bls. sögunnar. Af Nikulási
leikara eru til þó-nokkrar rímur, og frásagnir eru um enn fleiri. Sam-
kvæmt vinsamlegri fræðslu dr. Finns Sigmundssonar landsbókavarðar em
flestar varðveittar rímur af Nikulási yngri en 1700. Til em í JS 32, 8vo
rímur af sögu hans ortar að nokkm af manni, sem Jón hefur heitið, en
að nokkru af Tómasi einhverjum, en hvergi koma þær heim við brota-
silfrið í Uppsalabók. í AM 152, 8vo, er brot úr Nikulásar rímum (þó
aldrei eftir Jón í Rauðseyjum?), og hefst það á 10. rímu, en lýkur í 12.