Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 81
Skímir
Börn og bækur
77
bótar lestrarbókunum má nota bæði sígildar bamabækur og
beztu barnabækur samtíðarinnar.
Þótt bókmenntasmekkur bama á sama reki sé býsna ólík-
ur og sumra e. t. v. ekki á marga fiska, getum við ekki rækt-
að hann aðallega með Tarzansögum og öðrum þvílíkum sögu-
flokkum. Þær em þó ekki gersneyddar öllu gildi, þær halda
lestrarlönguninni vakandi, em spennandi og fullnægja hetju-
dýrkun barnsins. Ýmsar barnabækur, sem mjög em í tízku,
hafa ýmsa óheppilega eiginleika (óraunhæfa hetjudýrkun,
yfirborðslegar mannlýsingar, allar greyptar í sama form),
sem valda því, að þær mega ekki mynda kjarnann eða uppi-
stöðuna í lestrarefni bama. Barnið þroskast ekkert á þeim,
hvorki vitsmunalega né tilfinningalega, þær orka slævandi
á hug þess, þegar til lengdar lætur. Lestrarfærni og lestrar-
áhugi barnsins eru of dýru verði keypt, ef það fær með lestri
sínum smekk fyrir bækur, sem hafa lítið eða neikvætt menn-
ingargildi. Á fullorðinsárunum munu þau aðeins lesa reyfara
og skemmtisögur af lakasta tagi og svo sorpritin. Er nokkuð
fengið með slíkum lestri? Er nokkur menning í því fólgin að
vera bókelskur í þessari merkingu? Er ekki betra að lesa
ekki neitt?
Nii vill svo vel til, að hvötum þeim, sem lélegar barna- og
unglingabækur fullnægja, má einnig svala með miklu betri
bókum, sem eru eins skemmtilegar og eins auðveldar til lestr-
ar. Hér á ég við sígildar barnabækur, bæði þýddar og frum-
samdar á islenzku. Ég tek hér nokkur dæmi um erlendar
barna- og unglingabækur, sem þýddar hafa verið á íslenzku
og ávallt ættu að fást: Grimmsævintýri, Norskar þjóðsögur,
Ferðir Gullivers, Hróa hött, Lísu í Undralandi, Dæmisögur
Esóps, Ævintýri Andersens, Þúsund og eina nótt (úrval),
Róbinson, Kofa Tómasar frænda, Oliver Twist og David
Copperfield o. fl. eftir Dickens, Indíánasögur Coopers, Sjó-
mannasögur Marryats, Ivar hlújárn eftir Walter Scott, ýms-
ar sögur Jules Vernes, Skytturnar og Greifann af Monte
Christo eftir Al. Dumas, Heiðu eftir Spyri, Sigrúnu á Sunnu-
hvoli og Kátan pilt eftir Björnson, Njáls sögu þumalings o. fl.
eftir Selmu Lagerlöf, Tuma litla og Stikilsberja-Finn eftir