Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 126
114
Stefán Guðnason
Skímir
loðnu og sæist ekki fyrir, heldur æddi á eftir loðnunni inn í
fjörð, unz í óefni var komið, eins og síðar verður greint frá.
Á vertíðinni gekk oft geysimikið af loðnu í fjörðinn, var
veidd til beitu, og stundum rak hana í hrönnum á fjörur.
Nú er loðna mesta lostæti þorsksins og því ekki með ólikind-
um, að hann elti hana hvert sem væri. Um „göngufiskinn“
(þorskinn) segir Bjarni Sæmundsson í Fiskunum (Reykjavík
1926, bls.223): „hann er nefndur „sílfiskur“, og þegar ætis-
torfurnar ber að, þar sem hann hefir „legið“ og búið við
nauman kost, verður hann hamslaus og eltir torfumar. . . .
Einkum heillar loðnan hann mjög, og þegar hann eltir hana,
gætir hann oft lítið að þvi, hvert stefnir og hleypur á eftir
henni alveg upp að fjörum.“
Það var einkum í stórstraum, að fiskur hljóp í fjörðinn.
Sáu reyndir menn oft á háttalagi fugls og fleiri táknum,
hvort göngulegt var, enda fylgdi jafnan fuglager mikið loðnu-
og fiskgöngum, og var þá gjaman allliflegt að sjá.
Fjarðferðir.
Væri göngulegt og horfur á fiskhlaupi, var búizt til að
fara í fjörð. Til fjarðferða voru tíðast hafðir fremur litlir
fjarðbátar, fjórrónir, grunnskreiðir, þeir sömu og notaðir vom
við lúruveiðar og áður er getið. Þessir bátar vom flestir smíð-
aðir af Birni Eymundssyni hafnsögumanni í Lækjarnesi, sem
var hagleiksmaður mikill og smíðaði mikið af bátum fyrir
Hornfirðinga. Bátar hans vom hugvitssamlega gerðir, sniðn-
ir eftir þörfum Hornfirðinga og miðaðir við þær sérstöku að-
stæður, sem þar voru fyrir hendi, einkum gmnnsævi og
straumhörku. Smíðaði hann báta af ýmsum stærðum og gerð-
um allt frá smákænum upp í stór uppskipunarskip. Fjarð-
bátarnir voru flestir liprir og léttir, og þótti við hæfi, að þrír
væm á. Faðir minn, Guðni Jónsson, sem um fjölda ára stund
aði veiðiskap frá Höfn, fór þó oft við annan mann.
Vetrarvertíð á Hornafirði nær yfir nánast sama tíma árs
og annars staðar á Suðurlandi, þ. e. í lengsta lagi frá því í
janúar þangað til í maí. Búnaður manna til fjarðferða og ann-