Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 38
34
Páll S. Árdal
Skírnir
Fleiri atriði þarf að athuga, er við erum að
Refsing og reyna að gera okkur grein fyrir eðli refs-
mga.
Hún verður að vera verk persónulegra afla að því leyti, að
einhver verður að hafa ákveSiS refsinguna.
Satt er það, að menn telja oft persónuleg áföll refsingar
fyrir syndir sinar. Drykkjumanninum hegnist fyrir líferni
sitt með hjartabilun og lifrarveiki. Kynsjúkdómurinn var
hegning fyrir fjöllyndi mannsins í ástamálum. En hér er
einungis um að ræða náttúrusamband. Það vill svo til, að
áfengi hefur slæm áhrif á lifur og hjarta. Það vill svo til,
að fjöllyndi í ástamálum felur í sér þá hættu að smitast af
kynsjúkdómum. En enginn maður hefur ákveSiS, að þetta
skuli vera svo, að menn skuli þjást vegna þess, að áfengis-
nautn sé röng og syndsamlegt fyrir mann að hafa mök við
margar konur. Við vitum öll, að sumir telja rangt að aðhafast
slíka hluti, en við verðum að gera greinarmun á náttúrlegum
afleiðingum lífernis, sem talið er syndsamlegt, og þeirra hegn-
inga, sem menn eru látnir sæta fyrir afbrot sín.
Auðvelt er að sjá, hvers vegna ég ræði ekki um réttlætingu
eSlilegra afleiðinga þeirrar breytni, sem röng er talin. Því
hvaða tilgangi getur það þjónað að tala um réttlætingu þess-
ara fyrirbæra? Hverja merkingu gæti það haft að spyrja,
hvort eyðing býla í Skaftáreldum hafi verið réttlætanleg?
Eldamir höfðu hér ekkert val. Ekki gátu þeir ákveðið, hvar
hraun skyldi renna. Ástæðan fyrir þvi, að menn leiða hug-
ann að réttlætingu refsinga, er sú, að meðferð sú, er menn
eru látnir sæta, er þeim er refsað, mundi oftast vera talin
grimmúðleg og óréttlætanleg. En er menn hafa gerzt sekir
um afbrot, kallast þessi meðferð á þeim réttlát refsing. Hvers
vegna? Hver er réttlæting þessa? Greinilegt er, að mönnum
getur verið þarft að velta þessu fyrir sér.
Þegar ég sneiði vísvitandi hjá því að tala um réttlætingu
þeirra náttúrufyrirhæra, sem menn stundum kalla réttláta refs-
ingu, þótt menn hafi ekki ákveðið, að svo skyldi vera, þá hefur
mér ekki gleymzt, að ýmsir sjá hönd Guðs í slikum atburðum.
Sumir telja, að Guð hafi ákveðið, að óvelkomin náttúmfyrir-