Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 71
Skírnir
Börn og bækur
67
mörgu teiknimyndasagna um Tarzan, sem síðan hafa flætt
yfir allar þjóðir í stríðum straumum.
Þótt Tarzan hafi náð óhemju yinsældum meðal drengja,
stendur hann langt að baki Róbinson að bókmenntagildi. Dan-
inn Chr. Winther kemst svo að orði um Tarzan í riti sínu
Börn og bækur: „Það ætti að vera unnt að koma skynsömmn
drengjum í skilning um, að Tarzan er ósannur og ýktur. Hið
nýja í honum er ekki gott, og hið góða er ekki nýtt.“ J)
Annar stór flokkur drengjabóka eru Indíánasögur. Sögur
Coopers eru áhrifamiklar og sígildar. Landnemasögum, kú-
rekasögum og sjóræningjasögum svipar að ýmsu til Indíána-
sagnanna. Flestar snúast um tvennt, bardaga og ferðalög eða
könnun hins óþekkta. Geimferðabækurnar eru nýtízkastar.
Hliðstæða í elztu bókmenntum eru Ilionskviða og Odysseifs-
kviða. Þessi tvö söguefni, sem heilla svo mjög drengi, koma
fram í vísu Egils Skallagrímssonar: „Það mælti mín móðir.“
Þá er að nefna bækur, þar sem drengir eru aðalsöguhetj-
urnar. Þær fjalla um daglegt líf drengja, strákapör þeirra og
önnur uppátæki (t. d. Örabelgur). I annarri tegund þessara
bóka hegða drengirnir sér eins og fullorðnir menn. Þeir leika
t. d. hlutverk leynilögreglumanns, sem hefur hendur í hári
smyglara og annarra glæpamanna. Drengimir eru ávallt hetj-
urnar, en fullorðnu mennirnir þorpararnir, sem verða stund-
um hlægilegir og skoplegir, líkt og risamir í ævintýrunum.
Og siðgæðið er hið sama og þar, hinir illu fá um síðir mak-
leg málagjöld. Hvort flestar þessar bækur glæða nokkuð bók-
menntaþroska, er vafasamt, í hæsta lagi eru þær undirbún-
ingur þess að geta notið siðar sæmilegrar leynilögreglusögu.
Þessi einfeldningslega og óraunsæja hetjudýrkun nær oft-
ast hámarki við 12 ára aldur, en þá taka við bækur um flug-
hetjur og stríðshetjur, sem mikilli útbreiðslu hafa náð eftir
styrjöldina. Þekktastar eru hinar svo nefndu Bigglesbækur,
Bennabækur, eftir W. E. Jones, og lesa drengir þær mjög mik-
ið allt til 14—16 ára. Þessi Benni er eins konar Tarzan lofts-
ins, hann veit allt, getur allt, kann ekki að hræðast, kaldur
1) [9] bls. 41.