Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 46
42
Páll S. Árdal
Skírnir
sldlningur. Refsingin felst í fangelsisvistinni, sem getur fælt
suma frá afbrotum. Ef fangelsisvistin sem hegning gerði menn
að betri borgurum, mætti benda á það sem réttlæting hennar.
Hér er þó verið að segja, að við skulum reyna að kenna mönn-
um betra lífemi, meðan þeir eru að taka út refsingu sína.
Það er eitt að halda því fram, að refsingar séu mannbætandi,
og annað að telja, að við eigum að reyna að siðbæta menn,
meðan þeir taka út refsinguna.
Að sjálfsögðu má vel vera, að við ættum í raun og vera
að fara með afbrotamenn sem sjúklinga. En þá myndum við
engar hegningar hafa fremur en við nú hegnum sjúku fólki.
Við mundum hafa sjúkrahús í stá8 fangelsa.
Eins má vel vera, að menn vilji telja, að öll afbrot megi
rekja til ills uppeldis og við eigum í raun og veru að hafa
skóla fyrir afbrotamenn, en ekki fangelsi. Ef við höfum aðra
hvora þessa skoðun, þá viljum við engar hegningar hafa,
viljum varpa hugtakinu fyrir borð. Ef refsingar eru alls ekki
réttlætanlegar, er tilgangslaust að velta því fyrir sér, hver sé
réttlæting þeirra.
f þessari grein geri ég ráð fyrir, að refsingar séu stundum
réttlætanlegar. Almennt er gert ráð fyrir þessu í þeim þjóð-
félögum, sem við búum í. Það kann að vera, að hér skjátlist
okkur. Ég mun ekki reyna að réttlæta þetta viðhorf, en þykir
samt rétt að geta þess, að ef til vill þurfi það réttlætingar við.
Þótt oftast séu siðbótamenn einungis að mæla
með því að reyna að mannbæta sökudólga,
meðan þeim er refsað, þá er að minnsta kosti einn maður,
sem talinn er hafa réttlætt refsingar á þeim grundvelli, að
þær séu sjálfar siðbætandi. Hér á ég við skoðun þá, sem
brezki heimspekingurinn John MacTaggart Ellis MacTaggart
eignar þýzka hugsuðinum Hegel. Hér skal enginn dómur
lagður á það, hvort MacTaggart hefur skilið Hegel rétt, enda
skiptir það minnstu máli í þessu sambandi.
Snúum okkur nú að málflutningi MacTaggarts.
Við vitum öll, að hægt er að hræða menn með hótunum
frá því að gera ýmsa hluti, og hef ég þegar bent á, að þetta
er eitt hlutverk refsilöggjafar og annarra skyldra fyrirbrigða,
Siðbótastefnan