Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 44
40
Páll S. Árdal
Skírnir
afbrot sem slík. Yfirvöldunum mundi vera gefinn með því
alltof mikill réttur til að hnýsast í einkamál manna, og eins
yrði erfitt að meta sökina.
En dómsvaldið hefur óneitanlega rétt til að refsa mönnum,
ekki þó fyrir illt siðferði, heldur fyrir lögbrot. Við megum
ekki láta það villa okkur sýn, að auðvitað eru lögbrot oftast
siðferðilega röng í sæmilega siðuðu þjóðfélagi. En lögin sjálf
geta verið siðferðilega spillt, og þá er ekki rangt að gerast
lögbrjótur. Til dæmis má nefna ýmis þau lög, sem takmarka
rétt Svertingja í Suður-Afríku.
Menn geta líka talið það siðferðilega skyldu sína að brjóta
lög af öðrum ástæðum en þeirri, að þeir telji lögin siðspillt.
Þannig álíta ýmsir góðir borgarar á Bretlandseyjum stefnu
stjórnar sinnar í kjarnorkumálum svo hættulega, að þeim beri
að gerast lögbrjótar til þess eins að draga athygli fólks að því,
hve mikið sé hér í húfi fyrir mannkynið.
Siðgæði er eitt og löghlýðni annað, þótt þetta tvennt fari
að sjálfsögðu oft saman.
En hvað réttlætir hegningar, ef ekki er sjáanlegt
Nvtiastpf nsn
neitt innra samband milli sektar og refsingar?
Til þess að svara þessari spurningu verðum við að greina
sundur tvö mismunandi vandamál:
1. Hvað réttlætir refsingu á einum manni fremur en öðr-
um? — og
2. Hvað réttlætir refsingu yfirleitt?
Ef við snúum okkur að fyrri spurningunni, þá er það rétt,
sem gjaldstefnumenn segja, að sekt af einhverju tagi er eina
réttlætingin. En það er vegna þess, að við höfum eða ein-
hverjir menn hafa ákveðið að setja lög eða reglur og refsa
fyrir brot á þeim.
Þungi refsinganna ætti að fara að miklu leyti eftir því, hve
þýðingarmikið er fyrir þjóðfélagið eða annað það samfélag,
sem setur sér lög eða reglur, að koma í veg fyrir þá breytni,
sem hegnt er fyrir. 1 samræmi við þetta ættu því þung viður-
lög að liggja við stórsvikum i fjármálum.
Ef við snúum okkur að því, hvernig réttlæta megi hegn-
ingar yfirleitt, þá virðast rök nytjastefnumanna haldbetri.