Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 181
Skírnir
Skjöldungasaga
169
goríusar páfa. Allra eign má kalla sögnina af friði á dögum Ágústusar;
allra eign á þessum tíma hefur líka verið sögnin af komu Ása úr Austur-
löndum. Hvort höfundur Skjöldungasögu fer eftir sérstöku riti um það,
er alveg óvíst. Auðvitað er þetta runnið frá útlendum, frönskum og ensk-
um, fræðiritum, sem gjaman tengdu sina forfeður við Trójumenn eða
Öðin. í íslenzkum heimildum kemur þetta svo víða fyrir, að ekki verður
af því dreginn neinn frábær lærdómur höfundar Skjöldungasögu. Þetta er,
eins og áður var sagt, allra eign að kalla. Geta skal þess, að stórum mun
minni virðingu ber ég fyrir þessum sagnatilbúningi (þvi að þetta eru
ekki ósviknar sagnir) en doktorsefni gerir.
Af sagnaritum þeim, sem doktorsefni nefnir hér, er auðvitað langmest
freisting að tengja Skjöldungasögu við Historia regum Britanniæ eftir
Geoffrey frá Mónmouth. Hvorttveggja eru fornkonungasögur, á köflum
heldur beinaberar. Ætla má, að höfundur Skjöldungasögu hafi borið nokk-
urt traust til Langfeðgatals, og hann hefði varla getað vitað mikið um
það, hvilíkur lygalaupur Geoffrey var. En ég veit ekki til, að fundin verði
nein rök um rittengsl, þau sem mark sé á takandi. Uxahúðarminnið, sem
helzt er nefnt, er flökkusaga, Allerweltsmotiv, sem ekkert er á að treysta.
Vitað er, að Gunnlaugur Leifsson hafði Historia regum Britanniæ i hönd-
um einhvern tíma fyrir 1219, hvenær er ekki vitað. Ekki hef ég trú á
þeirri skoðun, að þýðingin (Bretasögur) sé norsk (van Hamel í Études
celtiques 1936, Jan de Vries, E. F. Halvorsen), en hér er ekki tóm til að
færa fram rök í því máli 1 öðru handriti Bretasagna (ÁM 573, 4to) seg-
ir um Merlínusspá: „ok kunna margir menn þat kvæði“, rétt eins og nokk-
uð væri liðið frá þýðingu þess, þegar þetta var ritað.
Næsti kafli fjallar um munnlegar heimildir Skjöldungasögu. Lang-
feðgatal gat verið höfundi ekki aðeins beinagrind, heldur og gátu nöfn
þess verið eins konar minnisgreinir, vöktu upp í huga hans gamlar sögur.
Er engum blöðum um það að fletta, að höfundur hefur verið mjög fróð-
ur í fornum sögum. En vitanlega hlaut frásögnin að verða mjög misræki-
leg eftir því, hver heimildin var, gat því skipzt á nöfnin tóm og hinar
skemmtilegustu sögur.
Vitanlega hefði doktorsefni getað fjallað meira um munnlegar heim-
ildir sögunnar í óbundnu máli, en álitamál var, hve langt skyldi fara í
því, og er ég ekki að finna að þeirri leið, sem farin er í bókinni.
Eins og von er til, eru traustustu heimildir sögunnar gömul kvæði,
og gefur doktorsefni yfirlit yfir þau, greinagott og álitlegt. Eitt og annað
smáatriði gæti ég nefnt, sem mér þætti vert að finna að, en tel það ekki
ómaksins vert. Þeir Jakob Benediktsson og doktorsefni hafa haldið þvi fram,
sjálfsagt með réttu, að Grottasöngur hafi ekki verið í Skjöldungasögu.
Doktorsefni minnist á það síðar í bókinni, að líklegt sé, að menn hafi
snemma skrifað upp forn kvæði í Odda. — Sigurður Nordal gefur þeirri
hugmynd undir fótinn, þegar hann segir (Isl. fornrit II, lxiv): „Þá er
og mjög sennilegt, að i skólunum i Odda og Haukadal hafi verið numin