Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 54
50
Johan Hendrik Poulsen
Skírnir
er þeir koma að steininum, hleypur Finnbogi yfir upp og
kippir Álf að sér með afli og brýtur bringubein hans á stein-
inum, og lætur Álfur þar líf sitt með ósæmd, „sem hann var
verðr“. Síðan bjóst Finnbogi þar um og svaf af nóttina við
góðar náðir. Um morguninn hrindur hann skútunni og held-
ur suður með landi og kom í Sandey snemma morguns. Hann
spyr menn, hvar Ingibjörg væri. Honum er svarað, að hún
væri í skemmu. Hann gengur að hitta hana og nefnir sig.
Segir síðan: „Ek fór með Álfi norðan, bónda þínum.“ „Hvar
skilduzt þit?“ „Hér norðr“, segir hann, „í ey þeiri, at hann
er vanr at vera, þá er hann ferr hér á milli. Nennti hann
eigi at róa hegat, ok ætlar hann þegar á fund Hákonar jarls.
Hann sendi mik eptir Ragnhildi dóttur sinni.“ Samtali þeirra
lýkur með því, að hann fær að taka meyna með sér. Ingi-
björg veit eigi, að hann hefur vegið Álf, en virðist samt gruna,
að allt sé ekki með felldu. Hún segir: „Þóttu hafir, Finnbogi,
farit með flærð ok hégóma, þá vara þik, at þú ger ekki meyj-
unni miska. En þóttu gerir annat illa eða hafir gert, þá er
þér þetta skjótast til dauða.“ Hann reri á brott. Þá mælti
Ragnhildr: „Með hverjum hætti er, Finnbogi, um sögn þína?
Hversu skildu þit faðir minn?“ Hann segir: „Svá skildum vit,
at hann er dauðr.“ Hún biður hann þá flytja sig sem skjót-
ast aftur til eyjar sinnar, en Finnbogi segir: „Því tók ek þik
á brott, at þú skalt með mér fara.“ Þá tók mærin at gráta.
Finnbogi mælti: „Vertu kát, því at ekki skal ek níðast á þér.“
Þau komu til eyjarinnar, og hann bar út á skip það fé, sem
var eftir varningsins. Þá tók mærin að gleðjast. Fara þau síð-
an, þangað til þau koma á Hlaðir, þar sem jarl réð fyrir. Dag
einn fer Finnbogi fyrir jarl. Þar segir Finnbogi meðal annars,
að hann hafi vegið Álf afturkembu, en vilji bjóða sig jarli
til fylgdar í stað Álfs. Jarl verður afar reiður, en þykir samt
of gott að drepa Finnboga undir eins: „Skulu vér hafa gam-
an ok skemmtan at reyna þik í smáleikum.“ Síðan gekk Finn-
bogi út til herbergis síns, lét taka sér drykk. — Síðan koma
hinar ýkjukenndu frásagnir af því, hvemig Finnbogi glímir
við blámanninn og hryggbrýtur hann um stein og reynir
síðan sund við alidýr jarls, hvítabjöm, og sigrar hann með