Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 135
Skírnir
Leikritaval í Reykjavík um aldamótin
123
leikritavali leikhúsanna í Reykjavík í tvo aðalflokka á ára-
tugunum tveimur kringum aldamótin 1900. Fyrri áratugur-
inn hefur sömu einkenni og rakin voru aS nokkru hér að
framan. En þegar komið er fram yfir aldamótin, ber mest á
leikritum, sem eru fyrst og fremst miklu lengri og tekur heilt
kvöld að sýna, þar er meir lagt upp úr raunsæilegum mann-
lýsingum að þeirrar tíðar hætti, eða um var að ræða leiki,
sem um sama leyti nutu mestra vinsælda í leikhúsum Kaup-
mannahafnar eða annarra vesturevrópskra höfuðborga. Það
er Leikfélag Reykjavíkur, sem tekst eftir 3—4 undirbúnings-
ár, með aðstoð eða fyrir áeggjan blaðanna, að gefa hugtakinu
vísvitandi leiklistarstefna gildi á fslandi. Og hvað snertir leik-
ritun íslenzkra manna, þá fer einnig að birta til þegar í lok
þess tímabils, sem hér um ræðir.
Stofnun Leikfélags Reykjavíkur 1897 var eðlilegt ris á leik-
listarviðleitni undanfarinna ára, en í því eru einnig fólgin
hvörf. Allan þennan síðasta áratug aldarinnar er Ijóst, að
grundvöllur er að myndast fyrir breytta skipan leikhúsmál-
anna. Að því er varðar leikritaval, eru sýningamar á Yiking-
unum á Hálogalandi eftir Ibsen í Goodtemplarahúsinu vorið
1892 án efa merkasti viðburðurinn. Þetta er nefnilega í fyrsta
skipti, sem harmleikur eða „drama“ af slíku tagi er flutt á
landi vom. Víkingarnir vom nokkuð svo einmana á verkefna-
skránni, að öðm leyti var hoðið upp á stutta gamanleiki eftir
Overskou og Carl Möller, enn fremur íslenzka staðfærslu á
enskri sviðsgerð ævintýrsins um Cendrillon eða Helgu í ösku-
stónni. Nafns hins íslenzka höfundar var að vísu ekki getið,
en sá, sem þetta skrifar, þykist hafa komizt að því, að hann
hafi verið kvenmaður, Guðrún Hjaltalín, kona 6kólameistar-
ans á Möðmvöllum. Ef svo er, myndi hún sennilega vera
fyrsta konan, sem kveður að í sögu íslenzkrar leikritunar.
Þessi leikur hlaut að visu heldur ónáðuga dóma; fsafold 16.
apríl kvartar t. d. undan ólíkindum og mergleysi. •— Enn-
fremur bauð þessi leikflokkur upp á „Ævintýri á gönguför“
eftir Hostmp. Þessi eftirlætisleikur Reykvíkinga hafði verið
fluttur árið áður, og að mestu sömu menn höfðu þá staðið fyrir
leiksýningum á þessum sama stað; enn fremur hafði þá ver-