Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 41
Skírnir
Um refsingar
37
„Refsing er refsing, einungis þegar hún er verðskulduð. Við
tökum út refsingu, vegna þess að við eigum það skilið fyrir
afbrot okkar, og ef menn eru látnir sæta refsingu af nokkurri
annarri ástæðu en þeirri, að þeir verðskulda hana fyrir ranga
breytni, þá er hún hið mesta ódæðisverk, hrópandi ranglæti,
en ekki það, sem hún þykist vera.“
Bradley gerir ekki skýran mun á þeim tveimur spuming-
um, sem ég hef lagt áherzlu á, að halda heri aðgreindum:
1) Hver er réttlæting þess að kalla eitthvað refsingu? og 2)
Hvað réttlætir þá breytni, sem við köllum refsingu?
Þegar ég ræddi þá fyrri af þessum spurningum, benti ég á,
að lítil ástæða virðist til að takmarka notkun orðsins refsing
við réttlætanlega refsingu. Þá mundum við komast í mótsögn
við sjálf okkur, ef við segðum, að manni hefði verið saklausum
refsað, en ýmsar ástæður geta verið fyrir því, að við viljum
nota orðið refsing um meðferð á manni, sem saklaus er. Ég
er því ósammála Bradley, er hann heldur því fram, að refs-
ing sé ekki refsing, nema þegar hún er verðskulduð. En Brad-
ley virðist einnig álíta, að ef refsað er fyrir annað en afbrot,
ef ástæðan fyrir refsingunni er önnur en sökin ein, þá sé
hegningin algjörlega óréttlætanleg. öll réttlæting hegningar-
innar felst í því einu, að afbrot var framið af þeim, sem refs-
að er.
1 því máli, sem hér fer á eftir, mun ég nota orðið gjald-
stefna um þessa skoðun, og gjaldstefnumenn mun ég nefna
alla þá, sem í þessu eru á sama máli og Bradley.
Á hinn bóginn mun ég kalla nytjastefnu þá skoðun, að af-
leiðing refsinga réttlæti þær, og nytjastefnumenn þá, er þessa
skoðun hafa.
Við skulum nú snúa okkur að því að athuga nánar gjald-
stefnuna. Hún er til í ýmsum afbrigðum, en einu hinu al-
gengasta afbrigði hennar mætti ef til vill lýsa á eftirfarandi
hátt:
1) Það er gott í sjálfu sér, að sekur maður þjáist á ein-
hvern hátt, að hann sé látinn sæta meðferð, sem hann mundi
ekki að öðru jöfnu sjálfur vilja kjósa sér.
Satt er það, að þjáning er venjulega ill, en ekki þó, ef sá,