Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 20
16
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
fengju handritin til umráða. Fleiri dæmi gæti ég nefnt, en
ekki verður það gert hér.
Um gang handritamálsins fram á árið 1959 hef ég fjallað
nokkuð í kveri mínu,1) en ég hef þar nálega ekki vikið að
neinu, sem telja má til róta þeirrar stofnunar, sem nú er
komin á fót, enda var það þá lítið annað en hugsanir og
ráðagerðir.
Á fjórða tug þessarar aldar fóru Danir að gefa meiri gæt-
ur að Árnasafni og íslenzkum handritum í Kaupmannahöfn.
Ástæðan var vitanlega, að meira var farið að skrifa um mál-
ið, og óskir fslendinga um handritin urðu æ háværari. Þá
var Árnanefnd endurskipulögð þannig, að nokkrir fslendingar
hér heima tóku sæti í henni. Þetta var 1936. Komu þá fram
meðal Dana hugmyndir um að veita meira fé til Árnanefnd-
ar, svo og að sjá safninu fyrir meira húsnæði, veita útlend-
um fræðimönnum rúm til vinnu við safnið o. s. frv., enda
tóku nú erlendis að rísa upp margvíslegar „stofnanir11, insti-
tut, sem kölluð voru, í húmanistískum fræðum á vegum og
undir verndarvæng háskólanna, og mátti glöggt greina hina
öru framþróun í þessu nálega með hverju ári, sem leið. Á
síðasta áratug og því, sem af er þessum, fjölgar þvílíkum
„stofnunum“ óðfluga. — Þetta hafði sín áhrif á Árnasafn.
Tók nú að aukast þar útgáfustarfsemi og ljósprentun hand-
rita, sem Munksgaard hafði lagt kapp á. Merkileg grein um
að gera stofnun við Árnasafn, stofnun þar sem unnið væri
úr handritunum, unnið að útgáfum og ljósmyndunum, hirt-
ist í Politiken 21. okt. 1950, Den Arnamagnæanske samling
og videnskaben, eftir Jón Helgason. Hugmyndir hans náðu
ekki fram að ganga að fullu fyrr en Ámasafn var flutt í
Proviantgárden, þar sem það fékk ærið húsrými og yfirleitt
góða kosti til starfsemi. Geta má þess, að 1945 hafði Jón birt
í tímaritinu Fróni grein, sem nefnist Yerkefni íslenzkra fræða,
þar sem vikið er að margvíslegum verkefnum, og er þar ýmis-
legt, sem varðar þau mál, sem hér verða gerð að umtalsefni.
Árið 1936, samtímis því að Árnanefnd var endurskipulögð
með þátttöku Islendinga, birtust mótmæli móti því af hálfu
*) Handritamálið, 1959.