Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 19
Ferming ífjórar aldir
að hlýða á trúarbragðafræðslu prestsins, eða fræða þau sjálfir.16 Hér er
prestastéttinni berum orðum falið að sjá um uppfræðslu æskulýðsins.
Ekki er að búast við, að prestastéttin hafi brugðizt hart við og má ætla,
að prestamir hafi staðið fremur slælega í stöðu bamafræðarans framan
af, enda ekki hægt um vik og við fátt annað að styðjast en þurran og
knappan lagabókstaf og svo að vísu áhuga biskupa, einkum Guðbrands
Þorlákssonar.
Þannig er akurinn ekki í algjörri órækt, þegar þeir koma hér við land
Ludvig Harboe síðar Sjálandsbiskup og Jón Þorkelsson skólameistari
sumarið 1741. Þeir félagar lögðu út til Islands 1. júlí 1741 og velktust
nærri 8 vikur í hafi. Mestir atburðir hafa ekki alltjent hljómsterkast
yfirbragð. í farangri þeirra sendimanna var m.a. tilskipun um fermingu,
„forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og
staðfesting í hans skímamáð.“ Þessi tilskipun gilti í Danmörku frá 13.
jan. 1736, en var látin taka gildi hér á landi með kgbr. 9. júní 1741.17
Þessi gestakoma og tilskipunin varð með svo áhrifaríkum hætti, að
skiptir sköpum um fræðslu og upplýsingu almennings hér á landi. Þá er
sett á og smíðað það fræðslukerfi, sem gilti hér lengi síðan og dugði á
sínum tíma engu lakar en almennings fræðsla á okkar öld. Er skemmst
frá því að segja, að lögfesting tilskipunarinnar og það með fermingar hér
á landi er tvímælalaust einhver heilladrýgsti atburður 18. aldar með
þessari þjóð og bjó að því lengi síðan.
„Bama confirmation og innvígsla svo og þeirra opinbert examen og
yfirheyrsla skal vera almenn regla og fullkomin skylda, sem öll böm í
söfnuðinum, engu fráskildu, af hverju helzt standi og virðugleika þau em,
skulu óbrigðanlega til skyldast, svo að ekkert manngreinarálit orsaki hina
minnstu misklíð í samkundunni,“ 1. gr. í 2. gr. segir, að „engin böm
mega confirmerast, sem eigi hafa áður gengið í skóla eða verið uppfrædd
í þeim sérlegustu kristindómsins höfuðgreinum,“ en þar sem ekki em
skólar, „þá skulu þau fyrst af djáknanum eða öðrum hæfum manni leiðast
til að þekkja Guð, áður en þau að síðustu verða af prestinum uppfrædd í
skilningi fræðanna, yfirheyrð og confirmeruð.“18
Áður en lengra er haldið hlýðir að geta helztu réttarheimilda, sem tóku
gildi á 18. og 19. öld eftir að ferming var lögboðin. Kgbr. (til
biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744,19 fororning áhrœrandi
ungdómsins catechisation á íslandi, 29. maí 1744;20 tilskipun um
16 Annars varð Gísli Jónsson Skálholtsbiskup, (1558-1587), fyrstur til að mæla fyrir
um húsvitjanir presta hér á landi. í opnu bréfi, sem hann ritar 23. ágúst 1569, gjörir
hann „góðum mönnum kunnugt" um þá ráðstöfun. Býður hann sóknarprestum „að
ríða um sínar þinga sóknir og heim á sérhvem bæ þess erindis fólkið að yfirheyra,
hvað það mannast í guðs orði“ og fræða það í því, sem prestinum þyki áfátt. (D.I.
XV, 301). Þá er mælt svo fyrir, að „prestamir láti bömin þetta (þ.e. heilagan
lærdóm), og daglega lesa yfir utan áður þau fara til sinnar vinnu eða fyrir máltíð.“
17 Lovs. II, 227-242.
18 Lovs. II, 228.
19 Lovs. II, 505-508.
20 Lovs. II, 518-523.
17