Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 37
Ferming í fjórar aldir
í kveri sínu fyrir hendur að skýra Fræði Lúters hin minni, eins og efni
stóðu til, og styðst þar að verulegu leyti við Fræðin meiri. Segist hann í
formála leitast við að skýra með skiljanlegum orðum þá hluti, „sem í
hinum Minna Lutheri Catechismo kenndir eru og þangað eiga að
heimfærast.“
í vígsluför sinni lét Jón Ámason, biskup í Skálholti 1722-1743, prenta
kver eftir sig, enda hafði hann lifandi áhuga á fræðslu bama.
Fól hann prestum dreifingu kversins þegar, er hann kom heim frá
vígslu og fóm þeir ekki í grafgötur um, að hann mundi hafa nánar gætur
á, hvemig prestar ræktu fræðsluskyldu sína og hvemig henni væri sinnt á
heimilunum. Kver hans ber heitið Spurningar út af frceðunum
samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Kom kverið með
vissu þrívegis út eftir þetta, prentað í Kaupmannahöfn 1733, 1737 og
1741, e.t.v. einnig 1727. Kverið, sem var einkum notað á Suðurlandi,
gekk í daglegu tali undir nafninu Jónsspurningar.
Maður hefir heitið Eiríkur Pontoppidan, fæddur í Árósum 24. ágúst
1698109. Hann varð hallarprestur í Friðriksborg 1734, árið eftir
hirðprestur í Höfn, 1738 prófessor í guðfræði, 1747-1755 biskup í
Björgvin í Noregi, 1755 „prókanslari“ við Hafnarháskóla og hélt því
embætti til dauðadags 20. des. 1764. Pontoppidan var falið að semja
kennslubók í kristnum fræðum, og kom bók hans út á Norðurlöndum
1737, Sannleiki guðhrœðslunnar í einfaldri og stuttri, en þó ánœgjanlegri
útskýringu fyrir þann litla barnalœrdóm eður Catechismum hins sœla
Dokt. Martini Lutheri.
Skemmst er frá því að segja, að Sannleikur guðhœrðslunnar var sú
bók, sem Norðurlandabúar hafa stuðzt við til undirbúnings fermingar
fremur og lengur en flestar eða allar aðrar bækur. Bókin var meiður á
guðfræði heittrúarstefnunnar, sem hafði mikil áhrif á trúarlíf fólks á
ofanverðri 17. öld og fram eftir hinni 18. Það var og fyrir áhrif þeirrar
stefnu, að ferming var yfirleitt lögboðin í löndum Lúterstrúarmanna.
Kristján konungur VI. bauð með bréfí 22. ágúst 1738,110 að kver þetta,
sem gekk undir nafninu Ponti hér á landi, skyldi upp tekið í Danmörku
og Noregi. Hér á landi var það löggilt um sömu mundir og áréttað með
bréfi konungs 9. júní 1741, sama dag og ferming var hér lögboðin.
Hingað til höfðu biskupar haft umsjón með, hvaða spumingakver væm
notuð, en nú verður það mál stjómvalda í umboði konungsins.
Halldór Brynjólfsson, síðar biskup, íslenzkaði bókina og þótti miður til
takast, þar sem fróðir menn töldu sig finna í henni 170 rangar þýðingar
og 160 prentvillur að auki. Harboe hafði þessa prentun með sér, er hann
kom út hingað, og var hún seinna meir kölluð Rangi-Ponti manna á meðal
til aðgreiningar frá hinum eina sanna Ponta, sem seinna kom út í þýðingu
Högna prófasts Sigurðssonar „prestaföður“, d. 1770. Sr. Högni hélt
þýðingu Halldórs á heiti bókarinnar, Sannleiki guðshræðslunnar. Var
109 Hovedverker av den kristne litteratur, 143-145.
110 Lovs. II, 299-302.
35