Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 49
Kvennaguðfræði og kynbundin túlkunarfræðileg ritskýring
Það er auðvitað enginn vafi á, að þar sem konur koma fyrir í frásögnum
fagnaðarerindisins er um það að ræða að viðteknar markalínur eru rofnar
sem er athyglisvert. Ekki er heldur hægt að neita því að unnt er að draga
fram ótvíræða viðurkenningu á konum í allmörgum þeirra tilvika þar sem
konur koma fyrir. Jesús gefur konum og kjörum kvenna sérstakan gaum.
Hann talar í aÚra augsýn við konu þó staða hennar sé vafasöm; Jóh. 4:1-42.
Hann telur konur meðal sinna nánustu vina; Jóh. 11:1-44 og 12:1-11. Hann
staðfestir rétt konu til að hafa andlegar þarfir og gefa sig að trúarlegum
hugðarefnum; Lúk. 10:38-42. Hann kemur nauðstaddri og sjúkri konu til
hjálpar; Lúk. 7:11-17 og 13:10-17. Hann gerir þetta jafnvel án þess að
skeyta um ákvæði lögmálsins um hreinleika; Mark. 5:25-34 (og samst.
hliðst.). Hann fyrirverður sig ekki þegar hann fær það hlutskipti að hjálpa
útlendri konu; Mark. 7:24-30 (og samst. hliðst.). Jesús hefur einnig augastað
á erfiðum kjörum kvenna í feðrahverfu samfélagi þar sem hjónabandið var
eina leið þeirra til að komast af og þar sem iðkan hjónaskilnaða einkenndist
af frjálslyndi og miðaði að því að tryggja aðeins hagsmuni karlsins; Mark.
10:1-12 (og samst. hliðst.).
En í öllum þessum dæmum er mikilvægt að spurt sé, hvort erindi fagn-
aðarboðskaparins sé annars háttar í frásögnum af því er Jesús hittir konur en
þegar hann hittir holdsveika, tollheimtumenn og aðra sem voru glataðir eða
félagslega utangarðs. Eða hvort erindið sé ekki einmitt hið sama, eða það að
sýna Jesúm sem þann er fer yfir markalínur, leitar uppi hið glataða og
miðlar þeim guðsríki sem í þessum heimi eru án vonar. í frásögninni af
konunni sem læknuð er af blóðlátum sínum í Mark. 5:25-34, er tilefni til að
gefa því gaum að hún er í bókstaflegri merkingu send út úr félagslegu rúmi
frásagnarinnar og inn í guðsríki sem dóttir í nýskapaðri fjölskyldu Guðs.
Frelsisfyrirheitið sem konan fær, á sér hliðstæðu í frásögninni af lækningu
Bartímeusar blinda í Mark. 10:46-52. Þessi maður sem bæði á sér nafn og
stað heldur kyrru fyrir félagslega. Þrátt fyrir að Jesús sendi hann á brott er
ný staða hans í frelsi ekki sett upp utan frásagnarinnar heldur þvert á móti í
eftirfylgd við Jesúm. Þannig kemur hér fram munur á yfirbragði frelsiskjara
konunnar og karlsins sem endurspeglar muninn á félagslegum skilyrðum
þeirra eftir kynferði. Það er munur sem sannast við samanburð á frelsi kon-
unnar og lækningunni á dóttur samkundustjórans, sem frásagan um konuna
með blóðlátin er felld inn í; Mark. 5:21-24, 35-43. Stúlkan sem er 12 ára, er
vakin til að halda áfram lífinu í húsi föður síns sem kynþroska og gjafvaxta
dóttir hans. Dóttir Jaírusar tekst þannig á hendur líf fiillvaxinnar konu sem
konan með blóðlátin yfirgefur í frelsi sínu. Jaíras og hús hans er hinn félags-
legi rammi utan um framvindu lífsins fyrir dótturina, konan getur hins vegar
gengið á brott því hún heyrir guðsríki til í frelsi sínu.
Það er greinilegt að frásögnin af konunni með blóðlátin geymir ótvíræða
viðurkenningu á konum. Það er þó ekki um að villast, að hún geymir líka
kynbundna takmörkun og skorður kvenna. Því hér er um að ræða dæmi um
kvenfrelsi sem hefur forsendu, harla ákveðið kerfi félagslegra viðmiðana og
gildishugtaka sem háð era kynferði og koma karlinum og gjafvaxta dóttur
hans til góða en veita, í félagslegum kringumstæðum frásagnarinnar, ekki
47