Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 50
Lone Fatum
rými hinni öldraðu konu sem er ekki mannbær lengur því líf hennar sem
konu er ekki framar skilgreint kynferðislíf. Vissulega hlýtur konan með
blóðlátin viðurkenningu hjá Jesú en staðfesting hennar í frásögninni felur
jafnframt í sér félagslegan viðskilnað hennar. Þessa merkingu frelsisfyrir-
heitsins og ávarpsins „dóttir“ má ekki að engu gera í útleggingu kvennaguð-
fræðinnar af þeirri ástæðu einni að hún sé óhagstæð.
Það tilheyrir mati þeirrar ritskýringar sem jákvæð er í garð kvenna og
mati þeirrar þýðingar sem vinnan við ótvírætt viðurkennandi sjálfsmyndar-
líkön hefur haft, að fólk hefur víðast annars staðar í heiminum kosið að tala
um kvenfrelsisguðfræði (feministisk teologi). Það er greinilegt tákn sem
bendir bæði til stjómmálalegrar ögranar og hins, að þetta eigi að snúast um
guðfræði, sem í hvaða tilliti sem vera skal fæst við konur. Það er ekki aðeins
að hún sé iðkuð af konum heldur er hún helguð málefnum og vandamálum
sem varða konur sérstaklega og beint takmark hennar er konur í þeim
skilningi að það sé viðurkenning kvenna, frelsun og vitundarvakning sem
ákvarði hina guðfræðilegu vinnu. Þegar setja átti sérgreina- og rannsókna-
sviðinu við guðfræðideildina í Kaupmannahöfn starfsáætlun í fyrsta sinn
fyrir alvöra, kusum við sem höfðum af því veg og vanda að nefna hana
kvennaguðfræði (kvindeteologi). Undir því heiti hefur verið kennt og rann-
sakað frá 1982. Við vildum með þessu heiti afmarka stærra svið og
vonuðum að með því mætti hefjast vitundarvakning af umfangsmeiri og
blæbrigðaríkari gerð, sem yrði gaumgæfin á kyn. Það sem beinlínis ber í sér
neikvætt viðhorf í garð kvenna er því miður, að minnsta kosti jafn umfangs-
mikið og hið jákvæða. A hinu guðfræðilega sviði er það því alveg jafn
þýðingarmikið að láta sér lærast að grandskoða, með gagnrýnum hætti, nei-
kvæða þýðingu kynjamismununar fyrir skipan hins biblíulega kristna heims,
eins og að reyna að finna litlar jákvæðar handfestur.
Hér snerti ég við viðkvæmu atriði og hér munu viðhorf kvenna-
guðfræðinnar greinast til ýmissa átta. Það helgast einmitt af því að guðfræði
er tilvistarútlegging. Af þessum sökum er munur á kvennaguðfræðingi og til
dæmis fræðakonu sem helgar sig sögu eða bókmenntum. Kvenna-guðfræð-
ingurinn er tilvistarlega tengdur rannsóknum sínum og túlkunar-legum
afleiðingum þeirra á allt annan hátt. Ef kvennaguðfræðingurinn neyðist, í
gagnrýnu starfi sínu, til þess að horfast í augu við það, að öll hin kristna
túlkunarhefð, hvort heldur er á texta, kennisetningum eða kirkju, er
karlmiðlæg tilvistarútlegging í feðrahverfu skipulagi og stjóm, hvar ætti hún
þá að staðsetja sig sem kristna mannvera? Getur hún t.a.m. greint milli
forms og innihalds og sagt að kirkjan sé misskilningur en fagnaðarerindið
og trúin á Jesúm búi engu að síður að sannleikanum um líf kvenna og
sjálfsskilning? Getur hún sagt að það sem Jesús sjálfur sagði og gerði sé það
sem máli skipti en allt annað sé aðeins söguleg málamiðlun við þennan
heim og skipanir hans?
Á því er ekki vafi, að það sem fyrir flestar hófst sem gagnrýnið og
nauðsynlegt verkefhi til vitundarvakningar, hefur stig af stigi orðið tilvistar-
leg klemma af þeirri gerð sem ekki aðeins snertir afstöðuna til kirkjunnar og
þar með möguleikann á að starfa sem prestur t.d. í dönsku þjóðkirkjunni,
48