Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 56
Lone Fatum
þeirra grundvallandi andstæðna sem felast í heiðri og skömm, hreinu og
óhreinu. Það sem gerir útslagið er að við höfum í þessum hugtakapörum
aðgang að þeirri táknfræði sem í tilteknum vitundarheimi eins og t.d. Nýja
testamentisins, hefur mótað félagslega vitund bæði kvenna og karla eftir
kynferði.
Þannig virðist mér að ekki sé nokkur vafi á að kynbundin túlkunarfræði
af þessari gerð rúmar möguleika bæði fyrir gagnrýnni og blæbrigðaríkari
afstöðu til texta og hefðar og fyrir mun fjölbreyttari athugun á kyntengslum
og forsendum fyrir táknfræði kynja, einnig á okkar eigin dögum og stað.
Mannfræðileg vandamál sem tengd eru kyni styðja okkur annars vegar við
að skoða textana þar sem þeir eru í félagslegum og menningarlegum
framandleika sínum, og við neyðumst, með gagnrýninni gaumgæfni, til að
snúa okkur að muninum á opinberri menningu og menningu einkalífs okkar;
muninum á föstum, lokuðum og íhaldssömum samfélagsskilningi sem í
eiginlegri merkingu er mótaður af föstu gildismati, sameiginlegum
grundvallarhugmyndum og spenntum lífsvemleika okkar sem, að því er við
ímyndum okkur, er í sífelldri útþenslu; — útþenslu sem tekur svip af
niðurbroti hefðbundinna viðmiðana og fjölhyggju í viðhorfum. Mann-
fræðileg vandamál sem tengd era kyni styðja okkur hins vegar við að seilast
út fyrir það mark, sem út af fyrir sig, er aðeins að leita að konum, kven-
ímyndum eða reynslu kvenna í textunum. Við neyðumst til að skoða það
með sífellt gagnrýnni hætti, hverjar forsendur okkar era þegar við lýsum
eftir konum og því kvenlega á nótum kyns og kynferðisefna, sem heyra
okkar menningu til en ekki er unnt að gefa alþjóðlegt gildi án þess að fleira
komi til.
Þegar ekki er unnt að taka hið kvenlega sem gefna stærð eða
líffræðilegan fasta, heldur verði þvert á móti að líta á það sem eitthvað
félagslega og menningarlega afstætt, hefur það að sjálfsögðu enga þýðingu
að spyrja aðeins um hið kvenlega í texta og hefð. Enda vil ég draga fram
það sem ber með sér áhættu t.d. í Nýja testamentinu, að leita þar að konum
út frá hugmyndum kvennaguðfræðinnar um hið kvenlega og algilda í
heiminum. Ég vil hér minna á, að eins og hin rómantíska ást var fundin upp
á 12. öld, þannig var og kynferðið með hliðstæðum hætti fundið upp á þeirri
20. Þessu tilheyrir, eðli málsins samkvæmt, hin gagnrýna yfirvegun, að
hugmyndin um kvenlegan sérleik í merkingunni kvenlegir eiginleikar og
dygðir, er alveg með sama hætti menningarleg uppfinning sem eigna má
tilurð borgaralegrar fjölskyldu. í því felst nokkur kaldhæðni, að hugmyndin
um kvenlega eiginleika hefur verið þróuð og henni lýst með miklum
áhrifamætti fyrir sjálfsskilning kvenna og félagslega sviðsetningu þeirra á
sjálfum sér í þeirri skáldsagnagerð sem blómstraði á 19. öld. Hún gerði að
verkum að nokkur fjöldi kvenkyns rithöfunda sló í gegn og kom í ljós
menningarlega.
Loks vil ég enn einu sinni, leggja á það áherslu að ég lít á kynbundna
túlkunarfræði sem þýðingarmesta þáttinn í framhaldi þróunar kvenna-
guðfræðinnar sem vísinda- og rannsóknasviðs. Burtséð frá því hvað við
fáumst við, verðum við að læra, að spyrja ávallt um kyn en að auki verðum
54